Ferill 466. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 799 – 466. mál.


Frumvarp til laga



um breyting á lögum um mannréttindasáttmála Evrópu, nr. 62 19. maí 1994.

(Lagt fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)



1. gr.

    1. gr. laganna orðast svo:
    Mannréttindasáttmáli Evrópu hefur lagagildi á Íslandi, en með honum er átt við ákvæði eftirfarandi samninga:
     1.      Samnings frá 4. nóvember 1950 um verndun mannréttinda og mannfrelsis, með áorðnum breytingum samkvæmt samningsviðauka nr. 11 frá 11. maí 1994 við samning um vernd un mannréttinda og mannfrelsis varðandi endurskipulagningu á eftirlitskerfi samnings ins, ásamt viðauka.
     2.      Samningsviðauka frá 20. mars 1952 við samninginn um verndun mannréttinda og mannfrelsis (samningsviðauka nr. 1), með áorðnum breytingum samkvæmt samningsviðauka nr. 11.
     3.      Samningsviðauka nr. 4 frá 16. september 1963 við samninginn um verndun mannréttinda og mannfrelsis um tiltekin önnur mannréttindi en greinir þegar í samningnum og fyrsta viðauka við hann, með áorðnum breytingum samkvæmt samningsviðauka nr. 11.
     4.      Samningsviðauka nr. 6 frá 28. apríl 1983 við samninginn um verndun mannréttinda og mannfrelsis varðandi afnám dauðarefsingar, með áorðnum breytingum samkvæmt samn ingsviðauka nr. 11.
     5.      Samningsviðauka nr. 7 frá 22. nóvember 1984 við samninginn um verndun mannréttinda og mannfrelsis, með áorðnum breytingum samkvæmt samningsviðauka nr. 11.
    Samningurinn um verndun mannréttinda og mannfrelsis og samningsviðaukar nr. 1, 4, 6 og 7, með áorðnum breytingum samkvæmt samningsviðauka nr. 11, eru birtir sem fylgiskjal með lögum þessum.

2. gr.

    Fylgiskjal með lögunum, sbr. 2. efnismgr. 1. gr. laga þessara, orðast eins og greinir í fylgi skjali með lögum þessum.

3. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. nóvember 1998.


Fylgiskjal.


Samningur um verndun mannréttinda og mannfrelsis.


    Ríkisstjórnir þær, sem undirritað hafa samning þennan og aðilar eru að Evrópuráðinu,
    hafa í huga hina almennu mannréttindayfirlýsingu, sem allsherjarþing sameinuðu þjóð anna samþykkti hinn 10. desember 1948;
    hafa í huga, að yfirlýsing þessi hefur það markmið að tryggja almenna og raunhæfa viður kenningu og vernd þeirra réttinda, sem þar er lýst;
    hafa í huga, að markmið Evrópuráðs er að koma á nánari einingu aðildarríkjanna og að ein af leiðunum að því marki er sú, að mannréttindi og mannfrelsi séu í heiðri höfð og efld;
    lýsa á ný eindreginni trú sinni á það mannfrelsi, sem er undirstaða réttlætis og friðar í heiminum og best er tryggt, annars vegar með virku, lýðræðislegu stjórnarfari og, hins vegar, almennum skilningi og varðveislu þeirra mannréttinda, sem eru grundvöllur frelsisins;
    eru staðráðnar í því að stíga fyrstu skrefin að því marki að tryggja sameiginlega nokkur þeirra réttinda, sem greind eru í hinni almennu mannréttindayfirlýsingu, enda eru þær stjórnir Evrópuríkja, sem sama sinnis eru og eiga sameiginlega arfleifð stjórnmálahefða, hugsjóna, frelsis og réttarríkis;
    hafa orðið ásáttar um það sem hér fer á eftir:

1. gr.
[Skylda til að virða mannréttindi.]1)

    Samningsaðilar skulu tryggja hverjum þeim, sem innan yfirráðasvæðis þeirra dvelst, rétt indi þau og frelsi sem skilgreind eru í I. kafla þessa samnings.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

I. KAFLI
[ Réttindi og frelsi.]1)
2. gr.
[Réttur til lífs.]1)

    1. Réttur hvers manns til lífs skal verndaður með lögum. Engan mann skal af ásettu ráði svipta lífi, nema sök sé sönnuð og fullnægja skuli refsidómi á hendur honum fyrir glæp sem dauðarefsingu varðar að lögum.
    2. Þótt mannsbani hljótist af valdbeitingu skal það ekki talið brjóta í bága við þessa grein ef valdbeitingin er ekki meiri en ýtrasta nauðsyn krefur:
     a.      til að verja menn gegn ólögmætu ofbeldi;
     b.      til að framkvæma lögmæta handtöku eða til að koma í veg fyrir flótta manns sem er í lögmætri gæslu;
     c.      vegna löglegra aðgerða sem miða að því að bæla niður uppþot eða uppreisn.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

3. gr.
[Bann við pyndingum.]1)

    Enginn maður skal sæta pyndingum eða ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refs ingu.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

4. gr.
[Bann við þrældómi og nauðungarvinnu.]1)

    1. Engum manni skal haldið í þrældómi eða þrælkun.
    2. Eigi skal þess krafist af nokkrum manni að hann vinni þvingunar- eða nauðungarvinnu.
    3. Þvingunar- eða nauðungarvinna í merkingu þessarar greinar skal eigi taka til:
     a.      vinnu sem krafist er í samræmi við almennar reglur um tilhögun gæslu sem kveðið er á um í 5. gr. samnings þessa eða meðan á skilyrtri lausn úr slíkri gæslu stendur;
     b.      herþjónustu eða þjónustu sem krafist er í hennar stað af mönnum sem synja herþjónustu samvisku sinnar vegna og búa við lög sem heimila slíka synjun;
     c.      þjónustu vegna hættu- eða neyðarástands sem ógnar lífi eða velferð almennings;
     d.      vinnu eða þjónustu sem er þáttur í venjulegum borgaraskyldum.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

5. gr.
[Réttur til frelsis og mannhelgi.]1)

    1. Allir menn eiga rétt til frelsis og mannhelgi.
    Engan mann skal svipta frelsi nema í eftirfarandi tilvikum og þá í samræmi við þá máls meðferð sem segir í lögum. Tilvikin eru:
     a.      lögleg gæsla manns sem dæmdur hefur verið sekur af þar til bærum dómstóli;
     b.      lögleg handtaka eða gæsla manns fyrir að óhlýðnast lögmætri skipun dómstóls eða til að tryggja efndir lögmæltrar skyldu;
     c.      lögleg handtaka eða gæsla manns sem efnt er til í því skyni að færa hann fyrir réttan handhafa opinbers valds, enda hvíli á honum rökstuddur grunur um afbrot eða með rökum sé talið nauðsynlegt að koma í veg fyrir að hann fremji afbrot eða komist undan að svo búnu;
     d.      gæsla ósjálfráða manns samkvæmt löglegum úrskurði vegna eftirlits með uppeldi hans eða lögmætrar gæslu í því skyni að færa hann fyrir réttan handhafa opinbers valds;
     e.      lögleg gæsla manns til að koma í veg fyrir að smitandi sjúkdómur breiðist út eða manns sem er andlega vanheill, áfengissjúklingur, eiturlyfjasjúklingur eða umrenningur;
     f.      lögleg handtaka eða gæsla manns til að koma í veg fyrir að hann komist ólöglega inn í land eða gæsla manns sem vísa á úr landi eða framselja.
    2. Hver sá maður, sem tekinn er höndum, skal án tafar fá vitneskju, á máli sem hann skilur, um ástæðurnar fyrir handtökunni og um sakir þær sem hann er borinn.
    3. Hvern þann mann, sem tekinn er höndum eða settur í varðhald skv. c-lið 1. tölul. þessar ar greinar, skal án tafar færa fyrir dómara eða annan embættismann sem að lögum hefur heim ild til að fara með dómsvald, og skal hann eiga kröfu til að mál hans verði tekið fyrir í dómi innan hæfilegs tíma eða hann verði látinn laus þar til dómsmeðferð hefst. Gera má það að skilyrði fyrir lausn manns úr gæslu að trygging sé sett fyrir því að hann komi fyrir dóm.
    4. Hverjum þeim sem handtekinn er eða settur í gæslu skal rétt að bera lögmæti frelsis skerðingarinnar undir dómstól er úrskurði um hana með skjótum hætti og fyrirskipi að hann skuli látinn laus ef ólögmæt reynist.
    5. Hver sá sem tekinn hefur verið höndum eða settur í gæslu gagnstætt ákvæðum þessarar greinar skal eiga bótarétt sem unnt sé að koma fram.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

6. gr.
[Réttur til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi.]1)

    1. Þegar kveða skal á um réttindi og skyldur manns að einkamálarétti eða um sök, sem hann er borinn um refsivert brot, skal hann eiga rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Sé skipan hans ákveðin með lögum. Dóm skal kveða upp í heyranda hljóði, en banna má fréttamönnum og almenningi aðgang að réttarhöldunum að öllu eða nokkru af siðgæðisástæðum eða með tilliti til allsherjarreglu eða þjóðaröryggis í lýðfrjálsu landi eða vegna hagsmuna ungmenna eða verndar einkalífs málsaðila eða, að svo miklu leyti sem dómstóllinn telur brýna nauðsyn bera til, í sérstökum tilvikum þar sem opinber frásögn mundi torvelda framgang réttvísinnar.
    2. Hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð að lögum.
    3. Hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skal eigi njóta minni réttar en hér greinir:
     a.      Hann fái án tafar, á máli sem hann skilur, vitneskju í smáatriðum um eðli og orsök þeirrar ákæru sem hann sætir.
     b.      Hann fái nægan tíma og aðstöðu til að undirbúa vörn sína.
     c.      Hann fái að halda uppi vörnum sjálfur eða með aðstoð verjanda að eigin vali. Hafi hann ekki nóg fé til að greiða lögfræðiaðstoð skal hann fá hana ókeypis ef það er nauðsynlegt vegna réttvísinnar.
     d.      Hann fái að spyrja eða láta spyrja vitni sem leidd eru gegn honum. Séð skal um að vitni, sem bera honum í vil, komi fyrir dóm og séu spurð á sama hátt og þau vitni sem leidd eru gegn honum.
     e.      Hann fái ókeypis aðstoð túlks ef hann skilur hvorki né talar mál það sem notað er fyrir dómi.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

7. gr.
[Engin refsing án laga.]1)

    1. Engan skal telja sekan um afbrot hafi verknaður sá eða aðgerðaleysi, sem hann er borinn, eigi varðað refsingu að landslögum eða þjóðarétti þá framin voru. Eigi má heldur dæma mann til þyngri refsingar en lög leyfðu þegar afbrotið var framið.
    2. Ákvæði þessarar greinar skulu eigi torvelda réttarhöld yfir nokkrum manni eða refsingu hans fyrir hvern þann verknað eða aðgerðaleysi, refsiverð samkvæmt almennum ákvæðum laga, viðurkenndum af siðmenntuðum þjóðum þá framin voru.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

8. gr.
[Friðhelgi einkalífs og fjölskyldu.]1)

    1. Sérhver maður á rétt til friðhelgi einkalífs síns, fjölskyldu, heimilis og bréfaskipta.
    2. Opinber stjórnvöld skulu eigi ganga á rétt þennan nema samkvæmt því sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis, almannaheilla eða efnalegrar farsældar þjóðarinnar, til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu manna eða siðgæði eða réttindum og frelsi annarra.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

9. gr.
[Hugsana-, samvisku- og trúfrelsi.]1)

    1. Sérhver maður á rétt á að vera frjáls hugsana sinna, samvisku og trúar. Í þessu felst frelsi manna til að breyta um trú eða sannfæringu svo og til að rækja trú sína eða sannfæringu, hvort heldur einslega eða í samfélagi með öðrum, opinberlega eða á einkavettvangi, með guðsþjónustu, boðun, breytni og helgihaldi.
    2. Frelsi manna til að rækja trú sína eða sannfæringu skal einungis háð þeim takmörkunum, sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna almannaheilla, til verndar allsherjarreglu, heilsu manna eða siðgæði eða rétti og frelsi.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

10. gr.
[Tjáningarfrelsi.]1)

    1. Sérhver maður á rétt til tjáningarfrelsis. Sá réttur skal einnig ná yfir frelsi til að hafa skoðanir, taka við og skila áfram upplýsingum og hugmyndum heima og erlendis án afskipta stjórnvalda. Ákvæði þessarar greinar skulu eigi hindra ríki í að gera útvarps-, sjónvarps- og kvikmyndafyrirtækjum að starfa aðeins samkvæmt sérstöku leyfi.
    2. Þar sem af réttindum þessum leiðir skyldur og ábyrgð er heimilt að þau séu háð þeim formsreglum, skilyrðum, takmörkunum eða viðurlögum sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis, landvarna eða almannaheilla, til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu eða siðgæði manna, mannorði eða réttindum og til þess að koma í veg fyrir uppljóstran trúnaðarmála eða til þess að tryggja vald og óhlut drægni dómstóla.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

11. gr.
[Funda- og félagafrelsi.]1)

    1. Rétt skal mönnum að koma saman með friðsömum hætti og mynda félög með öðrum, þar á meðal að stofna og ganga í stéttarfélög til verndar hagsmunum sínum.
    2. Eigi skal réttur þessi háður öðrum takmörkunum en þeim sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis eða almannaheilla, til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða réttindum og frelsi. Ákvæði þessarar greinar skulu eigi vera því til fyrirstöðu að löglegar takmarkanir séu settar við því að liðsmenn hers og lögreglu eða stjórnarstarfsmenn beiti þessum rétti.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

12. gr.
[Réttur til að stofna til hjúskapar.]1)

    Karlar og konur á hjúskaparaldri hafa rétt á að ganga í hjónaband og stofna fjölskyldu í samræmi við landslög um þessi réttindi.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

13. gr.
[Réttur til raunhæfs úrræðis til að leita réttar síns.]1)

    Sérhver sá sem á er brotinn sá réttur eða það frelsi hans skert, sem lýst er í samningi þess um, skal eiga raunhæfa leið til að ná rétti sínum fyrir opinberu stjórnvaldi, og gildir einu þótt brotið hafi framið opinberir embættismenn.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

14. gr.
[Bann við mismunun.]1)

    Réttindi þau og frelsi, sem lýst er í samningi þessum, skulu tryggð án nokkurs manngrein arálits, svo sem vegna kynferðis, kynþáttar, litarháttar, tungu, trúarbragða, stjórnmála- eða annarra skoðana, þjóðernis eða þjóðfélagsstöðu, tengsla við þjóðernisminnihluta, eigna, upp runa eða annarrar stöðu.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

15. gr.
[Skerðing réttinda á hættutímum.]1)

    1. Á tímum styrjaldar eða annars almenns neyðarástands, sem ógnar tilveru þjóðarinnar, getur samningsaðili tekið til ráðstafana sem víkja frá skyldum hans samkvæmt samningi þess um að því marki sem ýtrasta nauðsyn krefur til þess að firra áföllum, enda séu slíkar ráð stafanir eigi í ósamræmi við aðrar skyldur hans að þjóðarétti.
    2. Ákvæði þetta skal þó í engu rýra gildi 2. gr., nema þegar mannslát verða vegna löglegra hernaðaraðgerða, né heldur gildi 3. gr., 4. gr. (1. mgr.) og 7. gr.
    3. Hver sá samningsaðili, sem neytir þessa réttar til undansláttar, skal láta aðalfram kvæmdastjóra Evrópuráðs í té fulla vitneskju um þær ráðstafanir sem tekið hefur verið til svo og ástæður þeirra. Einnig skal hann tilkynna aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðs um það þegar beitingu slíkra ráðstafana linnir og ákvæðum samningsins er á ný framfylgt að fullu.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

16. gr.
[Skorður við stjórnmálaumsvifum útlendinga.]1)

    Ekkert ákvæði í 10., 11. og 14. gr. skal talið geta hindrað samningsaðila í að setja skorður við stjórnmálaumsvifum útlendinga.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

17. gr.
[Bann við misnotkun réttinda.]1)

    Ekkert ákvæði í samningi þessum skal túlka þannig að í felist hinn minnsti réttur til handa ríki, samtökum eða einstaklingum til að takast á hendur eða aðhafast nokkuð það sem miðar að því að eyða réttindum þeim einhverjum og frelsi, sem þar er lýst, eða að því að takmarka þau umfram það sem samningurinn kveður á um.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

18. gr.
[Takmörkun á skerðingu réttinda.]1)

    Takmarkanir þær á téðum réttindum og frelsi sem heimilaðar eru í samningi þessum skulu eigi við hafðar í nokkru öðru skyni en fyrir er um mælt.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

[II. KAFLI
Mannréttindadómstóll Evrópu.
19. gr.
Stofnun dómstólsins.

    Til að tryggja það að staðið sé við skuldbindingar þær sem aðilar samnings þessa og samn ingsviðauka við hann hafa tekist á hendur skal setja á stofn mannréttindadómstól Evrópu sem hér á eftir verður kallaður dómstóllinn. Hann skal starfa samfellt.

20. gr.
Fjöldi dómara.

    Dómstóllinn skal skipaður jafnmörgum dómurum og samningsaðilarnir eru.

21. gr.
Hæfisskilyrði.

    1. Dómararnir skulu vera menn grandvarir, og verða þeir annaðhvort að fullnægja kröfum um hæfi til að gegna æðri dómarastörfum eða vera lögvísir svo orð fari af.
    2. Dómararnir skulu skipa sæti sitt sem einstaklingar.
    3. Meðan kjörtímabil þeirra varir skulu dómararnir ekki taka þátt í neinni starfsemi sem er ósamrýmanleg sjálfstæði þeirra, hlutleysi eða kröfum sem gerðar eru til fulls dómarastarfs. Dómstóllinn skal skera úr um öll vafaatriði varðandi framkvæmd þessarar málsgreinar.

22. gr.
Kosning dómara.

    1. Dómararnir skulu kjörnir af þinginu, af hálfu sérhvers samningsaðila, með meiri hluta greiddra atkvæða af lista með þremur mönnum sem samningsaðili tilnefnir.
    2. Sami háttur skal hafður á til að fylla tölu dómara við tilkomu nýs samningsaðila eða þeg ar sæti losnar í dómstólnum.

23. gr.
Kjörtímabil.

    1. Dómararnir skulu kosnir til sex ára í senn. Þá má endurkjósa. Kjörtímabili helmings þeirra dómara, sem kosnir eru í fyrstu kosningu, skal þó lokið að þremur árum liðnum.
    2. Þeir dómarar, sem ganga eiga úr að fyrstu þremur árum liðnum, skulu valdir með hlut kesti af aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins þegar að kosningu þeirra lokinni.
    3. Til að tryggja það, svo sem fært er, að skipt verði um helming dómara þriðja hvert ár er þinginu heimilt að ákveða, áður en til síðari kosninga er gengið, að kjör eins eða fleiri dómara, er kjósa skal, skuli gilda til annars tíma en sex ára, þó eigi lengur en til níu ára né skemur en til þriggja.
    4. Þegar um starfstíma fleiri en eins dómara er að ræða og þingið beitir ákvæðum næstu málsgreinar á undan skal starfstími hvers ákvarðaður með hlutkesti er aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins annast þegar að kosningu lokinni.
    5. Dómari, sem kjörinn hefur verið í stað annars er eigi hafði lokið kjörtímabili sínu, skal eiga sæti í dómstólnum út það kjörtímabil.
    6. Kjörtímabil dómara rennur út þegar þeir verða 70 ára.
    7. Dómarar skulu halda sæti sínu þar til aðrir koma í þeirra stað. Þeir skulu samt halda áfram að starfa að þeim málum sem þeir voru teknir við.

24. gr.
Brottvikning.

    Því aðeins verður dómara vikið úr starfi að hinir dómararnir ákveði með tveggja þriðju meiri hluta að hann fullnægi ekki lengur þeim skilyrðum sem krafist er.

25. gr.
Skrifstofa og löglærðir aðstoðarmenn.

    Dómstóllinn skal hafa skrifstofu og skal hlutverk hennar og skipulag ákveðið í starfsregl um dómstólsins. Dómstólnum til aðstoðar skulu vera löglærðir aðstoðarmenn.

26. gr.
Fullskipaður dómstóll.

    Fullskipaður dómstóll skal:
     1.      kjósa forseta sinn og einn eða tvo varaforseta til þriggja ára; þá má endurkjósa;
     2.      skipa deildir til ákveðins tíma;
     3.      kjósa forseta deilda dómstólsins; þá má endurkjósa;
     4.      samþykkja starfsreglur dómstólsins; og
     5.      kjósa ritara og einn eða fleiri aðstoðarritara.

27. gr.
Nefndir, deildir og yfirdeild.

    1. Til að fara með mál sem lögð eru fyrir dómstólinn skal hann starfa í nefndum sem þrír dómarar skipa, í deildum sem sjö dómarar skipa og yfirdeild sem sautján dómarar skipa. Deildir dómstólsins skipa nefndir til ákveðins tíma.
    2. Sjálfskipaður í deildina og yfirdeildina er dómari sá sem kjörinn er af hálfu þess ríkis sem er málsaðili. Fyrirfinnist enginn slíkur eða geti hann ekki tekið þátt í meðferð málsins til nefnir aðildarríkið dómara.
    3. Yfirdeildina skulu einnig skipa forseti og varaforsetar dómstólsins, forsetar deilda og aðrir dómarar sem valdir eru samkvæmt starfsreglum dómstólsins. Þegar máli er vísað til yfir deildarinnar í samræmi við ákvæði 43. gr. skal enginn þeirra dómara sem sæti áttu í þeirri deild sem kvað upp dóm í málinu eiga sæti í yfirdeildinni, að undanskildum þó forseta deild arinnar og dómara þeim sem sæti átti af hálfu þess ríkis sem er málsaðili.

28. gr.
Yfirlýsingar nefnda um að kæra sé ótæk.

    Með samhljóða atkvæðum er nefnd heimilt að að lýsa ótæka eða fella af málaskrá sinni kæru einstaklings sem borin er fram skv. 34. gr. þegar unnt er að taka slíka ákvörðun án frek ari könnunar. Ákvörðunin skal vera endanleg.

29. gr.
Ákvarðanir deilda um að kæra sé tæk og um efnishlið hennar.

    1. Sé ekki tekin ákvörðun í samræmi við 28. gr. skal deild kveða á um hvort kæra sem borin er fram af einstaklingi skv. 34. gr. sé tæk og um efnishlið hennar.
    2. Deild skal kveða á um hvort milliríkjakærur skv. 33. gr. séu tækar og um efnishlið þeirra.
    3. Ákvörðun um hvort kæra sé tæk skal tekin sérstaklega nema dómstóllinn, í undantekn ingartilvikum, ákveði að annar háttur skuli hafður á.

30. gr.
Eftirgjöf lögsögu til yfirdeildarinnar.

    Ef mál sem deild hefur til meðferðar gefur tilefni til alvarlegs vafa um túlkun á samningn um eða samningsviðaukum við hann eða þegar ályktun um vafamál fyrir deildinni gæti leitt til niðurstöðu sem væri í ósamræmi við fyrri dóm dómstólsins, þá er deildinni heimilt hvenær sem er fyrir dómsuppkvaðningu að eftirláta yfirdeildinni lögsögu í málinu, nema því aðeins að málsaðili mótmæli.

31. gr.
Hlutverk yfirdeildarinnar.

    Yfirdeildin skal:
     1.      úrskurða um kærur sem bornar eru fram skv. 33. gr. eða 34. gr. þegar deild hefur eftirlátið lögsögu skv. 30. gr. eða þegar máli hefur verið vísað til hennar skv. 43. gr.; og
     2.      fjalla um beiðnir um ráðgefandi álit sem bornar eru fram skv. 47. gr.

32. gr.
Lögsaga dómstólsins.

    1. Lögsaga dómstólsins skal ná til allra málefna varðandi túlkun og framkvæmd samnings ins og samningsviðauka við hann, sem vísað er til hans í samræmi við 33., 34. og 47. gr.
    2. Ef ágreiningur verður um lögsögu dómstólsins sker hann úr.

33. gr.
Milliríkjamál.

    Sérhverjum samningsaðila er heimilt að vísa til dómstólsins meintu broti annars samnings aðila á ákvæðum samningsins og samningsviðauka við hann.

34. gr.
Kærur einstaklinga.

    Dómstólnum er heimilt að taka við kærum frá hvaða einstaklingi sem er, samtökum eða hópi einstaklinga sem halda því fram að samningsaðili hafi brotið á þeim réttindi þau sem lýst er í samningnum og samningsviðaukum við hann. Samningsaðilar skuldbinda sig til að hindra ekki á nokkurn hátt raunhæfa beitingu þessa réttar.

35. gr.
Skilyrði þess að mál sé tækt.

    1. Dómstóllinn getur því aðeins tekið mál til meðferðar að leitað hafi verið til hlítar leið réttingar í heimalandinu, samkvæmt almennt viðurkenndum reglum þjóðaréttar og innan 6 mánaða frá því að fullnaðarákvörðun var þar tekin.
    2. Dómstóllinn skal eigi taka til meðferðar kæru einstaklings sem lögð er fyrir hann skv. 34. gr. ef hún er:
     a.      frá ónafngreindum aðila, eða
     b.      efnislega sú sama og mál sem þegar hefur verið rannsakað af dómstólnum eða hefur verið lagt fyrir til rannsóknar eða úrskurðar á alþjóðavettvangi og felur ekki í sér neinar nýjar upplýsingar sem máli skipta.
    3. Dómstóllinn skal lýsa ótæka hverja þá kæru einstaklings sem borin er fram skv. 34. gr. sem hann telur ósamrýmanlega ákvæðum samningsins, augljóslega illa grundaða eða fela í sér misnotkun á kæruréttinum.
    4. Dómstóllinn skal vísa frá hverri þeirri kæru sem hann telur ótæka samkvæmt þessari grein. Honum er heimilt að gera það á hvaða stigi málflutningsins sem er.

36. gr.
Málsaðild þriðja aðila.

    1. Nú er ríkisborgari samningsaðila kærandi og hefur samningsaðili þá rétt til að bera fram skriflegar athugasemdir og taka þátt í munnlegum málflutningi í öllum málum fyrir deild og yfirdeildinni.
    2. Í því skyni að tryggja rétta dómsniðurstöðu er forseta dómstólsins heimilt að bjóða sér hverjum samningsaðila sem ekki er aðili að málaferlunum eða manni sem málið varðar og ekki er kærandi að leggja fram skriflegar athugasemdir eða taka þátt í munnlegum málflutn ingi.

37. gr.
Kærur felldar niður.

    1. Dómstóllinn getur ákveðið á hvaða stigi málsmeðferðar sem er að fella kæru af málaskrá sinni þegar aðstæður gefa tilefni til að ætla að:
     a.      kærandi hyggist ekki fylgja kæru sinni eftir, eða
     b.      málinu hafi verið ráðið til lykta, eða
     c.      af einhverri annarri ástæðu sem dómstóllinn sannreynir, sé ekki lengur réttlætanlegt að halda áfram að fjalla um kæruna.
Dómstóllinn skal þó halda áfram rannsókn kærunnar ef nauðsynlegt er til þess að mannrétt indi þau sem skýrgreind eru samningi þessum eða samningsviðaukum við hann séu virt.
    2. Dómstóllinn getur ákveðið að taka kæru að nýju á málaskrá sína ef hann telur að aðstæð ur réttlæti það.

38. gr.
Rannsókn máls og sáttaumleitanir.

    1. Ef dómstóllinn lýsir kæru tæka skal hann:
     a.      framkvæma athugun á málinu með fulltrúum málsaðila og ef þörf krefur framkvæma rannsókn sem þeim ríkjum sem hlut eiga að máli er þá skylt að greiða fyrir í hvívetna;
     b.      vera málsaðilum til reiðu við að ná sáttum í málinu enda sé við þær að fullu gætt þeirra mannréttinda sem skilgreind eru í samningnum og samningsviðaukum við hann.
    2. Það sem fram fer skv. b-lið 1. mgr. skal vera trúnaðarmál.

39. gr.
Sáttagerð.

    Ef sættir takast skal dómstólinn fella málið af málaskrá sinni með ákvörðun sem skal vera stutt greinargerð um málsatvik og þá lausn sem náðist.

40. gr.
Opinber málsmeðferð og aðgangur að málsgögnum.

    1. Málsmeðferð skal vera opinber nema dómstóllinn ákveði annað í sérstökum tilvikum.
    2. Málskjöl sem lögð eru fram hjá ritara skulu vera aðgengileg almenningi nema forseti dómstólsins ákveði annað.

41. gr.
Sanngjarnar bætur.

    Dómstóllinn skal ef nauðsyn krefur veita sanngjarnar bætur til þess aðila sem orðið hefur fyrir tjóni ef hann kemst að þeirri niðurstöðu að um brot á samningnum eða samningsviðauk um við hann hafi verið að ræða og ef löggjöf viðkomandi samningsaðila heimilar aðeins að veittar séu bætur að hluta.

42. gr.
Dómar uppkveðnir í deildum.

    Dómar uppkveðnir í deildum skulu vera endanlegir í samræmi við ákvæði 2. mgr. 44. gr.

43. gr.
Vísun máls til yfirdeildar.

    1. Sérhverjum málsaðila er heimilt þegar um óvenjuleg mál er að ræða að óska eftir því innan þriggja mánaða frá dagsetningu dóms deildar að málinu sé vísað til yfirdeildarinnar.
    2. Nefnd fimm dómara yfirdeildarinnar skal verða við beiðninni ef málið vekur alvarlega spurningu varðandi túlkun eða framkvæmd á samningnum og samningsviðaukum við hann eða alvarlegt deiluefni sem er almennt mikilvægt.
    3. Samþykki nefndin beiðnina skal yfirdeildin ljúka málinu með dómi.

44. gr.
Endanlegir dómar.

    1. Dómur yfirdeildarinnar skal vera endanlegur.
    2. Dómur deildar verður endanlegur:
     a.      þegar málsaðilar lýsa yfir að þeir muni ekki óska þess að málinu verði vísað til yfirdeildarinnar, eða
     b.      þremur mánuðum frá dagsetningu dómsins ef ekki hefur verið óskað eftir að málinu sé vísað til yfirdeildarinnar, eða
     c.      þegar nefnd yfirdeildarinnar vísar frá beiðni um málskot skv. 43. gr.
    3. Endanlegur dómur skal birtur.

45. gr.
Rökstuðningur dóma og ákvarðana.

    1. Rökstyðja skal dóma og ákvarðanir sem lýsa kærur tækar eða ótækar.
    2. Ef dómarar verða ekki sammála um dóm sinn að öllu eða einhverju leyti skal hver dóm ari hafa rétt til að skila séráliti.

46. gr.
Bindandi áhrif dóma og fullnusta þeirra.

    1. Samningsaðilar heita því að hlíta endanlegum dómi dómstólsins í hverju því máli sem þeir eru aðilar að.
    2. Endanlegur dómur dómstólsins skal fenginn ráðherranefndinni sem hefur umsjón með fullnustu hans.

47. gr.
Ráðgefandi álit.

    1. Dómstólnum er heimilt ef ráðherranefndin æskir að láta uppi ráðgefandi álit um lög fræðileg atriði er varða túlkun samningsins og samningsviðauka við hann.
    2. Eigi má í slíkum álitsgerðum fjalla um nokkurt atriði er varðar efni eða umfang réttinda þeirra eða mannfrelsis, er fjallað er um í I. kafla samningsins og samningsviðaukum við hann, né heldur um önnur atriði sem dómstóllinn eða ráðherranefndin kynni að þurfa að taka af stöðu til í framhaldi af málskotum er efnt kynni að verða til í samræmi við samninginn.
    3. Til þess að ákvörðun ráðherranefndarinnar um að æskja álits dómstólsins nái fram að ganga þarf meiri hluta atkvæða fulltrúa þeirra er rétt eiga til setu í nefndinni.

48. gr.
Ráðgefandi lögsaga dómstólsins.

    Dómstóllinn sker úr um það hvort ósk um álit er ráðherranefndin ber fram sé innan verk sviðs hans eins og það er skilgreint í 47. gr.

49. gr.
Rökstuðningur ráðgefandi álits.

    1. Álit dómstólsins skal vera rökstutt.
    2. Nú er álit eigi að öllu eða nokkru leyti einróma, og ber hverjum dómara þá réttur til að setja fram sérálit.
    3. Áliti dómstólsins skal skilað til ráðherranefndarinnar.

50. gr.
Kostnaður við dómstólinn.

    Evrópuráðið skal standa straum af kostnaði við dómstólinn.

51. gr.
Sérréttindi og friðhelgi dómara.

    Dómarar skulu við störf sín njóta þeirra sérréttinda og friðhelgi sem greind eru í 40. gr. stofnskrár Evrópuráðsins og þeim samningum sem gerðir hafa verið samkvæmt henni.] 1)
1) Samningsviðauki nr. 11, 1. gr.

[III. KAFLI
Ýmis ákvæði.
52. gr.
Fyrirspurnir aðalframkvæmdastjóra.]1)

    Samningsaðilum er skylt, þegar aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðs óskar þess, að gera grein fyrir því hvernig landslög þeirra tryggi raunhæfa framkvæmd ákvæða samnings þessa.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

[53. gr.
Verndun núverandi mannréttinda.]1)

    Ekkert ákvæði í samningi þessum skal túlka þannig að það takmarki eða rýri nokkur þau mannréttindi og mannfrelsi sem tryggð kunna að vera í löggjöf aðila samnings þessa eða með öðrum samningi sem hann er aðili að.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

[54. gr.
Vald ráðherranefndarinnar.]1)

    Ekkert ákvæði samnings þessa skal rýra vald það sem ráðherranefndinni er fengið í stofn skrá Evrópuráðs.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

[55. gr.
Útilokun annarra úrræða til að leysa úr ágreiningi.]1)

    Samningsaðilarnir eru ásáttir um að þeir muni ekki, nema um annað sé sérstaklega samið, notfæra sér samninga, sáttmála eða yfirlýsingar sem í gildi eru þeirra á milli til að leggja með málskoti ágreining um túlkun og framkvæmd samnings þessa til annars konar úrlausnar en hann mælir fyrir um.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

[56. gr.
Svæðisbundið gildissvið.]1)

    1. Hvert ríki getur, þegar það fullgildir samning þennan eða hvenær sem er eftir það, lýst því yfir með tilkynningu til aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðs að samningur þessi skuli [þó með fyrirvara skv. 4. mgr. þessarar greinar] 1) gilda fyrir öll eða einhver af þeim landsvæðum sem það gegnir fyrir á alþjóðavettvangi.
    2. Samningurinn skal gilda fyrir það eða þau landsvæði, sem greind eru í tilkynningu, að 30 dögum liðnum frá því að tilkynningin berst aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðs.
    3. Ákvæðum samnings þessa skal þó beitt á slíkum landsvæðum með fullri hliðsjón af því hversu háttar til á hverjum stað.
    4. Hvert það ríki, sem gefið hefur yfirlýsingu í samræmi við 1. tölul. þessarar greinar getur hvenær sem er síðar lýst því yfir vegna eins eða fleiri landsvæða þeirra, sem yfirlýsingin tekur til, að það fallist á að [dómstóllinn sé bær um að taka við kærum] 1) frá einstaklingum, samtökum eða hópum einstaklinga [skv. 34. gr. samnings þessa] 1).
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

[57. gr.
Fyrirvarar.]1)

    1. Hverju ríki skal heimilt við undirritun samnings þessa eða afhendingu fullgildingar skjals síns að gera fyrirvara um tiltekin ákvæði samningsins að svo miklu leyti sem gildandi löggjöf á landsvæði þess er ekki í samræmi við það ákvæði. Fyrirvarar almenns eðlis skulu óheimilir samkvæmt þessari grein.
    2. Sérhverjum fyrirvara samkvæmt þessari grein skal fylgja stutt greinargerð um þá löggjöf sem um er að ræða.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

[58. gr.
Uppsögn.]1)

    1. Samningsaðila skal einungis heimilt að segja upp samningi þessum að liðnum fimm ár um frá því að hann gerðist aðili að honum og með sex mánaða uppsagnarfresti sem greindur sé í tilkynningu til aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðs, en hann skal skýra öðrum samnings aðilum frá uppsögninni.
    2. Slík uppsögn skal ekki leysa samningsaðila undan skyldum sínum samkvæmt samningi þessum hvað varðar verknað sem fara kann í bág við slíkar skuldbindingar og hann kann að hafa framið áður en uppsögnin tók gildi.
    3. Hver sá samningsaðili, sem gengur úr Evrópuráðinu, skal slíta aðild sinni að samningi þessum með sömu skilmálum.
    4. Samningi þessum má segja upp í samræmi við ákvæði töluliðanna hér að ofan hvað varðar hvert það landsvæði sem lýst hefur verið yfir að hann taki til skv. [56. gr.] 1).
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

[59. gr.
Undirritun og fullgilding.]1)

    1. Aðilum Evrópuráðs skal heimilt að undirrita samning þennan. Hann skal fullgiltur. Full gildingarskjöl skal afhenda aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðs til vörslu.
    2. Samningur þessi skal taka gildi þegar tíu ríki hafa afhent fullgildingarskjöl sín.
    3. Hvað varðar hvert það ríki, sem undirritað hefur samninginn og fullgildir hann eftir þetta, skal hann taka gildi daginn sem fullgildingarskjalið er afhent.
    4. Aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðs skal tilkynna öllum aðilum Evrópuráðs um gildis töku samningsins, nöfn þeirra ríkja sem hafa fullgilt hann og afhendingu allra fullgildingar skjala sem síðar kunna að berast.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

    Gjört í Róm, hinn 4. nóvember 1950, á ensku og frönsku – jafngildir textar báðir – í einu eintaki er varðveitt skal í skjalasafni Evrópuráðs. Aðalframkvæmdastjóri skal senda staðfest endurrit hverju ríki sem undirritað hefur.

Samningsviðauki nr. 1 við samning um verndun mannréttinda og mannfrelsis.



    Ríkisstjórnir þær, sem undirritað hafa bókun þessa, eru aðilar að Evrópuráðinu og hafa ákveðið að bindast samtökum um að fullnægja tilteknum réttindum og frelsi umfram það sem þegar er greint í I. kafla samnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sem gerður var í Róm hinn 4. nóvember 1950 (hér á eftir nefndur „samningurinn“).
    Hafa þær því komið sér saman um það, sem hér segir:

1. gr.
[Friðhelgi eignarréttar.]1)

    Öllum mönnum og lögaðilum ber réttur til að njóta eigna sinna í friði. Skal engan svipta eign sinni, nema hagur almennings bjóði og gætt sé ákvæða í lögum og almennra meginreglna þjóðaréttar.
    Eigi skulu þó ákvæði undanfarandi málsgreinar á nokkurn hátt rýra réttindi ríkis til þess að fullnægja þeim lögum sem það telur nauðsynleg til þess að geta haft hönd í bagga um notk un eigna í samræmi við hag almennings eða til þess að tryggja greiðslu skatta eða annarra opinberra gjalda eða viðurlaga.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

2. gr.
[Réttur til menntunar.]1)

    Engum manni skal synjað um rétt til menntunar. Hið opinbera skal í öllum ráðstöfunum sínum, er miða að menntun og fræðslu, virða rétt foreldra til þess að tryggja það að slík mennt un og fræðsla sé í samræmi við trúar- og lífsskoðanir þeirra.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

3. gr.
[Réttur til frjálsra kosninga.]1)

    Samningsaðilar skuldbinda sig til þess að halda frjálsar kosningar með hæfilegu millibili, og sé atkvæðagreiðsla leynileg og fari fram við aðstæður er tryggi það að í ljós komi álit al mennings með frjálsum hætti í kjöri til löggjafarþings.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

4. gr.
[Svæðisbundið gildissvið.]1)

    Hver samningsaðili um sig má við undirskrift, við fullgildingu eða síðar afhenda aðalfram kvæmdastjóra Evrópuráðs yfirlýsingu um, að hve miklu leyti hann ábyrgist að ákvæði samn ingsviðauka þessa nái til landsvæða þeirra sem hann gegnir fyrir á alþjóðavettvangi og upp eru talin í yfirlýsingunni.
    Hver samningsaðili, sem afhent hefur yfirlýsingu samkvæmt undanfarandi málsgrein, get ur hvenær sem er afhent aðra yfirlýsingu þar sem breytt er ákvæðum fyrri yfirlýsinga eða til kynnt er að ákvæði samningsviðauka þessa gildi ekki um tiltekið landsvæði.
    Yfirlýsingu, sem gefin er í samræmi við grein þessa, skal skoða svo sem hún sé gerð í sam ræmi við 1. mgr. [56. gr.] 1) samningsins.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

5. gr.
[Tengsl við samninginn.]1)

    Samningsaðilum ber að líta á 1., 2., 3. og 4. gr. hér að ofan sem viðbótargreinar við samn inginn, og skulu öll ákvæði hans gilda samkvæmt því.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

6. gr.
[Undirritun og fullgilding.]1)

    Samningsviðauka þennan er öllum aðildarríkjum Evrópuráðs, sem undirritað hafa samn inginn, heimilt að undirrita. Skal fullgilda hann jafnframt samningnum eða síðar. Gengur hann í gildi þegar tíu fullgildingarskjöl hafa verið afhent. Að því er snertir undirskriftir, er síð ar verða fullgiltar, skal samningsviðaukinn ganga í gildi frá þeim degi, er fullgildingarskjalið er afhent.
    Afhenda skal fullgildingarskjölin aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðs, og skal hann til kynna öllum aðildarríkjum nöfn þeirra er fullgilt hafa.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.


    Gjört í París hinn 20. mars 1952, á ensku og frönsku – jafngildir textar báðir – í einu eintaki er varðveitt skal í skjalasafni Evrópuráðs. Aðalframkvæmdastjóri skal senda staðfest endurrit hverju ríki sem undirritað hefur.

Samningsviðauki nr. 4 við samning um verndun mannréttinda og mannfrelsis
um tiltekin önnur mannréttindi en greinir þegar í samningnum
og samningsviðauka nr. 1 við hann.


    Aðildarríki Evrópuráðs, þau er hér undirrita og ákveðið hafa að gera ráðstafanir til þess að tryggja sameiginlega vernd tiltekinna réttinda og mannfrelsis umfram það er þegar greinir í I. kafla samnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, er undirritaður var í Róm 4. nóvember 1950 (og hér eftir nefnist „samningurinn“), og í 1., 2. og 3. gr. samningsviðauka nr. 1 við samninginn er undirritaður var í París 20. mars 1952,
    hafa orðið ásátt um eftirfarandi:

1. gr.
[Bann við skuldafangelsi.]1)

    Engan mann má svipta frelsi af þeirri ástæðu einni að hann getur ekki staðið við gerða samninga.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

2. gr.
[Ferðafrelsi.]1)

    1. Öllum þeim sem á löglegan hátt eru staddir á landi einhvers ríkis skulu frjálsir ferða og dvalarstaðar þar í landi.
    2. Öllum ber réttur til brottfarar úr landi, einnig úr eigin landi.
    3. Eigi má leggja nokkrar hömlur á vernd slíkra réttinda, umfram það sem lög standa til og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis eða almannaheilla, í þágu alls herjarreglu, til að firra glæpum, til verndar heilsu manna eða siðgæði eða réttindum og frelsi annarra.
    4. Réttindi þau, er greinir í 1. mgr., geta á tilteknum landsvæðum sætt takmörkunum, svo fremi að þeim sé beitt að lögum og séu réttlætanlegar vegna almennra hagsmuna í lýðræðis legu þjóðfélagi.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

3. gr.
[Bann við brottvísun eigin borgara.]1)

    1. Eigi má vísa nokkrum manni úr landi þess ríkis sem hann er þegn í, hvort heldur sem ein staklingi eða samkvæmt ráðstöfun sem beinist gegn hópi manna.
    2. Eigi má banna nokkrum manni að koma til þess ríkis sem hann er þegn í.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

4. gr.
[Bann við hópbrottvísun útlendinga.]1)

    Bannað er að gera hópa útlendinga landræka.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

5. gr.
[Svæðisbundið gildissvið.]1)

    1. Heimilt er aðildarríkjum, um leið og þau undirrita samningsviðauka þennan, eða hvenær sem er síðar, að afhenda aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðs yfirlýsingu um það að hve miklu leyti þau ábyrgist að ákvæði samningsviðauka þessa nái til þeirra landsvæða er þau fara með utanríkismál fyrir og nefnd eru í yfirlýsingunni.
    2. Aðildarríki, sem afhent hefur yfirlýsingu samkvæmt næsta tölulið á undan, getur hvenær sem er afhent aðra yfirlýsingu um breytingar á fyrri yfirlýsingu eða um uppsögn á gildi samn ingsviðauka þessa gagnvart einhverju landsvæði.
    3. Yfirlýsing, sem fram er lögð samkvæmt þessari grein, telst vera gerð í samræmi við 1. mgr. [56. gr.] 1) samningsins.
    4. Landsvæði hvers ríkis, sem þessi samningsviðauki nær til samkvæmt fullgildingu eða samþykki ríkis, og hvert landsvæði, sem hann nær til samkvæmt yfirlýsingu ríkis í samræmi við grein þessa, ber að skoða sem aðgreind landsvæði að því er varðar ákvæðin í 2. og 3. gr. um landsvæði ríkis.
    [5. Hvert það ríki sem gefið hefur yfirlýsingu í samræmi við 1. og 2. mgr. þessarar greinar getur hvenær sem er síðar lýst því yfir vegna eins eða fleiri landsvæða þeirra sem yfirlýsingin tekur til, að það fallist á að dómstóllinn sé bær um að taka við kærum frá einstaklingum, sam tökum eða hópum einstaklinga skv. 34. gr. samningsins varðandi 1.–4. gr. þessa samnings viðauka, eina eða allar.] 1)
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

6. gr.
[Tengsl við samninginn.]1)

    1. Aðildarríkja í milli skal líta á ákvæði 1.–5. gr. þessa samningsviðauka sem viðauka greinar við samninginn, og skulu öll ákvæði hans gilda í samræmi við það.
    2. […] 1)
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

7. gr.
[Undirritun og fullgilding.]1)

    1. Samningsviðauki þessi liggur frammi til undirskriftar þeim aðildarríkjum Evrópuráðs sem undirritað hafa samninginn. Skal fullgilda hann um leið og samninginn eða síðar. Skal hann öðlast gildi þegar fimm fullgildingarskjöl hafa verið lögð fram. Nú fullgilda ríki hann síðar og gengur hann í gildi gagnvart þeim þann dag sem fullgilding er fram lögð.
    2. Fullgildingarskjöl ber að afhenda aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðs, og tilkynnir hann öllum aðildarríkjum um hver þeirra fullgilt hafi.
    Þessu til staðfestu hafa undirritaðir, sem til þess hafa fullt umboð, ritað undir samningsvið auka þennan.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

    Strassborg, 16. dag septembermánaðar 1963, á ensku og frönsku – jafngildir textar báðir – í einu eintaki sem geyma ber í skjalasafni Evrópuráðs. Skal aðalframkvæmdastjóri láta öll um ríkjum, er undirritað hafa, staðfest afrit í té.

Samningsviðauki nr. 6 við samning um verndun mannréttinda og mannfrelsis,
varðandi afnám dauðarefsingar.


    Aðildarríki Evrópuráðs, sem undirritað hafa þennan samningsviðauka við samninginn um verndun mannréttinda og mannfrelsis sem undirritaður var í Róm 4. nóvember 1950 (hér á eftir nefndur „samningurinn“), telja að þróun sú, sem orðið hefur í ýmsum aðildarríkjum Evrópuráðsins, lýsi almennri tilhneigingu í átt til afnáms dauðarefsingar,
    hafa orðið ásátt um eftirfarandi:

1. gr.
[Afnám dauðarefsingar.]1)

    Dauðarefsing skal afnumin. Engan skal dæma til slíkrar refsingar eða lífláta.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

2. gr.
[Dauðarefsing á stríðstímum.]1)

    Ríki er heimilt að setja ákvæði í lög sín um dauðarefsingu fyrir verknaði framda á stríðs tímum eða þegar bráð stríðshætta vofir yfir. Slíkri refsingu skal aðeins beitt í þeim tilvikum, sem tilgreind eru í lögunum og í samræmi við ákvæði laganna. Viðkomandi ríki skal kynna aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðs slík lagaákvæði.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

3. gr.
[Bann við frávikum.]1)

    Óheimilt er að víkja frá ákvæðum þessa samningsviðauka á grundvelli 15. gr. samningsins.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

4. gr.
[Bann við fyrirvörum.]1)

    Óheimilt er að gera fyrirvara skv. [57. gr.] 1) samningsins um ákvæði þessa samningsviðauka.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

5. gr.
[Svæðisbundið gildissvið.]1)

    1. Sérhverju ríki er heimilt við undirritun eða afhendingu fullgildingar-, viðurkenningar-, eða samþykktarskjals að tilgreina það eða þau landsvæði sem samningsviðaukinn nær til.
    2. Með yfirlýsingu til aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðs getur sérhvert ríki hvenær sem er síðar látið samningsviðauka þennan ná til hvaða annars landsvæðis sem tilgreint er í yfir lýsingunni. Samningsviðaukinn tekur gildi gagnvart slíku landsvæði fyrsta dag næsta mánað ar eftir að aðalframkvæmdastjóra berst slík yfirlýsing.
    3. Sérhverja yfirlýsingu, sem gefin er samkvæmt tveimur undanfarandi töluliðum, má afturkalla fyrir hvert það landsvæði, sem þar er greint, með tilkynningu til aðalframkvæmda stjórans. Afturköllunin tekur gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að aðalframkvæmdastjóra berst slík tilkynning.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

6. gr.
[Tengsl við samninginn.]1)

    Milli aðildarríkjanna skulu ákvæði 1.–5. gr. þessa samningsviðauka skoðuð sem viðbótar greinar við samninginn og öll ákvæði samningsins skulu gilda í samræmi við það.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

7. gr.
[Undirritun og fullgilding.]1)

    Samningsviðauki þessi skal liggja frammi til undirritunar aðildarríkjum Evrópuráðs sem undirritað hafa samninginn. Hann skal háður fullgildingu, viðurkenningu eða samþykki. Að ildarríki Evrópuráðs getur ekki fullgilt, viðurkennt eða samþykkt þennan samningsviðauka nema það fullgildi samninginn jafnframt eða fyrr. Fullgildingar-, viðurkenningar- eða sam þykktarskjöl skulu afhent aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðs.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

8. gr.
[Gildistaka.]1)

    1. Samningsviðauki þessi öðlast gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að fimm aðildarríki Evrópuráðs hafa lýst sig samþykk því að vera bundin af honum samkvæmt ákvæðum 7. gr.
    2. Gagnvart aðildarríki, sem síðar samþykkir að vera bundið af samningsviðauka þessum, öðlast hann gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir afhendingu fullgildingar-, viðurkenningar- eða samþykktarskjals.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

9. gr.
[Framlagningar.]1)

    Aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðs skal tilkynna aðildarríkjum Evrópuráðs um:
     a.      Sérhverja undirritun.
     b.      Afhendingu sérhvers fullgildingar-, viðurkenningar- eða samþykktarskjals.
     c.      Sérhvern gildistökudag samningsviðauka þessa skv. 5. og 8. gr.
     d.      Sérhvern gerning, tilkynningu eða orðsendingu varðandi samningsviðauka þennan.
    Þessu til staðfestu hafa undirritaðir, sem til þess hafa fullt umboð, ritað undir samningsvið auka þennan.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

    Gjört í Strassborg, 28. apríl 1983, á ensku og frönsku – jafngildir textar báðir – í einu ein taki, sem varðveitt skal í skjalasafni Evrópuráðs. Aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðs skal senda staðfest endurrit til allra aðildarríkja Evrópuráðs.

Samningsviðauki nr. 7 við samning um verndun mannréttinda og mannfrelsis.


    Aðildarríki Evrópuráðs, sem undirritað hafa samningsviðauka þennan, og ákveðið hafa að gera frekari ráðstafanir til að tryggja sameiginlega framkvæmd tiltekinna réttinda og frelsis með tilstuðlan samningsins um verndun mannréttinda og mannfrelsis sem undirritaður var í Róm 4. nóvember 1950 (hér á eftir nefndur „samningurinn“),
    hafa orðið ásátt um eftirfarandi:

1. gr.
[Réttarfarsreglur um brottvísun útlendinga.]1)

    1. Útlendingi, sem löglega er búsettur á landsvæði ríkis, skal ekki vísað þaðan nema eftir ákvörðun sem tekin hefur verið í samræmi við lög, og skal honum heimilt:
     a.      að bera fram ástæður gegn brottvísun sinni,
     b.      að fá mál sitt tekið upp að nýju, og
     c.      að fá erindi sitt flutt í þessu skyni fyrir réttu stjórnvaldi eða manni eða mönnum sem það stjórnvald tilnefnir.
    2. Heimilt er að vísa útlendingi brott áður en hann hefur neytt réttinda sinna skv. a-, b- og c-lið 1. tölul. þessarar greinar þegar slík brottvísun er nauðsynleg vegna allsherjarreglu eða á grundvelli þjóðaröryggis.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

2. gr.
[Réttur til áfrýjunar sakamáls.]1)

    1. Sérhver sá, sem dómstóll finnur sekan um afbrot, skal hafa rétt til að láta æðri dóm fjalla á ný um sakfellinguna eða refsinguna. Um beitingu þessa réttar skal gilda löggjöf, þar á meðal um tilefni þess að beita megi.
    2. Réttur þessi getur verið háður undantekningum þegar um er að ræða minni háttar brot, eftir því sem fyrir er mælt í lögum, eða þegar fjallað var um mál viðkomandi manns á frum stigi af æðsta dómi, eða hann var sakfelldur eftir áfrýjun á sýknudómi.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

3. gr.
[Bætur fyrir ranga sakfellingu.]1)

    Nú hefur maður verið fundinn sekur um afbrot í lokadómi en síðar verið sýknaður eða náð aður vegna þess að ný eða nýupplýst staðreynd sýnir ótvírætt að réttarspjöll hafa orðið og skal sá sem hefur þolað refsingu vegna slíkrar sakfellingar fá bætur samkvæmt lögum eða rétt arvenjum viðkomandi ríkis, nema sannað sé að honum sjálfum var að öllu eða nokkru leyti um að kenna að hin óþekkta staðreynd var ekki látin upp í tíma.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

4. gr.
[Réttur til að vera ekki saksóttur eða refsað tvívegis.]1)

    1. Enginn skal sæta lögsókn né refsingu að nýju í sakamáli innan lögsögu sama ríkis fyrir brot sem hann hefur þegar verið sýknaður af eða sakfelldur um með lokadómi samkvæmt lög um og sakamálaréttarfari viðkomandi ríkis.
    2. Ákvæði undanfarandi töluliðar skulu ekki vera því til fyrirstöðu að málið sé endurupp tekið í samræmi við lög og sakamálaréttarfar viðkomandi ríkis ef fyrir hendi eru nýjar eða ný upplýstar staðreyndir, eða ef megingalli hefur verið á fyrri málsmeðferð sem gæti haft áhrif á niðurstöðu málsins.
    3. Óheimilt er að víkja frá þessari grein með skírskotun til 15. gr. samningsins.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

5. gr.
[Jafnrétti hjóna.]1)

    Hjón skulu njóta jafnréttis að því er varðar réttindi og skyldur að einkamálarétti sín í milli og í tengslum sínum við börn sín, við giftingu, í hjónabandi og ef til hjónaskilnaðar kemur. Þessi grein skal ekki vera því til fyrirstöðu að ríki geri ráðstafanir sem nauðsynlegar eru vegna hagsmuna barnanna.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

6. gr.
[Svæðisbundið gildissvið.]1)

    1. Sérhverju ríki er heimilt við undirritun eða afhendingu fullgildingar-, viðurkenningar- eða samþykktarskjals að tilgreina það eða þau landsvæði sem samningsviðauki þessi skal ná til og taka fram að hve miklu leyti það ábyrgist að ákvæði hans gildi á slíku landsvæði eða landsvæðum.
    2. Með yfirlýsingu til aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðs getur sérhvert ríki hvenær sem er síðar látið samningsviðauka þennan ná til hvaða annars landsvæðis sem tilgreint er í yfir lýsingunni. Samningsviðaukinn öðlast gildi gagnvart slíku landssvæði fyrsta dag næsta mán aðar eftir að liðnir eru tveir mánuðir frá því að aðalframkvæmdastjóra berst slík yfirlýsing.
    3. Sérhverja yfirlýsingu, sem gefin er samkvæmt undanfarandi tveimur töluliðum, má afturkalla eða breyta fyrir hvert það landsvæði sem þar er tilgreint með tilkynningu til aðal framkvæmdastjórans. Afturköllunin eða breytingin tekur gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru tveir mánuðir frá þeim degi er aðalframkvæmdastjóra berst slík tilkynning.
    4. Yfirlýsing, sem gerð er samkvæmt þessari grein, skal talin gerð í samræmi við 1. tölul. [56. gr.] 1) samningsins.
    5. Heimilt er að skoða landsvæði sérhvers ríkis, sem þessi samningsviðauki tekur til sam kvæmt fullgildingu, viðurkenningu eða samþykki ríkisins, og hvert það landsvæði, sem þessi samningsviðauki tekur til samkvæmt yfirlýsingu ríkisins í samræmi við þessa grein, sem að greind landsvæði að því er varðar vísun til landsvæðis ríkis í 1. gr.
    [6. Hvert það ríki sem gefið hefur yfirlýsingu í samræmi við 1. og 2. mgr. þessarar greinar getur hvenær sem er síðar lýst því yfir vegna eins eða fleiri landsvæða þeirra, sem yfirlýsingin tekur til, að það fallist á að dómstóllinn sé bær um að taka við kærum frá einstaklingum, samtökum eða hópum einstaklinga skv. 34. gr. samningsins varðandi 1.–5. gr. þessa samn ingsviðauka.] 1)
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

7. gr.
[Tengsl við samninginn.]1)

    1. Aðildarríkjanna í milli skulu ákvæði 1.–6. gr. þessa samningsviðauka skoðuð sem við bótargreinar við samninginn, og skulu öll ákvæði samningsins gilda í samræmi við það.
    2. […] 1)
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

8. gr.
[Undirritun og fullgilding.]1)

    Samningsviðauki þessi skal liggja frammi til undirritunar aðildarríkjum Evrópuráðs sem undirritað hafa samninginn. Hann er háður fullgildingu, viðurkenningu eða samþykki. Aðild arríki Evrópuráðs getur ekki fullgilt, viðurkennt eða samþykkt þennan samningsviðauka nema það fullgildi samninginn jafnframt eða á undan. Fullgildingar-, viðurkenningar- og samþykktarskjöl skulu afhent aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðs til vörslu.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

9. gr.
[Gildistaka.]1)

    1. Samningsviðauki þessi öðlast gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru tveir mánuðir frá því að sjö aðildarríki Evrópuráðs hafa lýst sig samþykk því að vera bundin af hon um í samræmi við ákvæði 8. gr.
    2. Gagnvart aðildarríki, sem síðar lýsir samþykki sínu við að vera bundið af samningsvið aukanum, skal hann öðlast gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru tveir mánuðir frá afhendingu fullgildingar-, viðurkenningar- eða samþykktarskjalsins.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

10. gr.
[Framlagningar.]1)

    Aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðs skal tilkynna öllum aðildarríkjum Evrópuráðs um:
     a.      Sérhverja undirritun.
     b.      Afhendingu sérhvers fullgildingar-, viðurkenningar- eða samþykktarskjals.
     c.      Sérhvern gildistökudag samningsviðauka þessa skv. 6. og 9. gr.
     d.      Sérhvern gerning, tilkynningu eða yfirlýsingu varðandi samningsviðauka þennan.
    Þessu til staðfestu hafa undirritaðir, sem til þess hafa fullt umboð, ritað undir samningsvið auka þennan.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

    Gjört í Strassborg, 22. nóvember 1984, á ensku og frönsku – jafngildir textar báðir – í einu eintaki sem varðveitt skal í skjalasafni Evrópuráðs. Aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðs skal senda staðfest endurrit til allra aðildarríkja Evrópuráðs.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


I.

    Hinn 25. febrúar 1995 ályktaði Alþingi að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd samningsviðauka nr. 11 við samninginn um verndun mannréttinda og mannfrelsis frá 4. nóvember 1950. Í viðauka þessum, sem gerður var í Strassborg 11. maí 1994, felst endur skipulag á eftirlitskerfi mannréttindasáttmálans. Samningur þessi ásamt samningsviðaukum er hér á landi nefndur mannréttindasáttmáli Evrópu, sbr. lög um mannréttindasáttmála Evrópu, nr. 62/1994. Samningsviðauki nr. 11 var fullgiltur af Íslands hálfu 29. júní 1995.
    Samningurinn um verndun mannréttinda og mannfrelsis var undirritaður 4. nóvember árið 1950 og fullgiltur af Íslands hálfu 19. júní 1953, sbr. auglýsingu nr. 11/1954. Hann tók síðan gildi 3. september 1953. Samningurinn ásamt samningsviðaukum var lögfestur hér á landi með lögum nr. 62 frá 19. maí 1994.
    Þegar mannréttindasáttmálinn var lögtekinn hér á landi var farin sú leið að lögfesta hann í heild sinni, þ.e. ekki einungis efnisreglur um þau mannréttindi sem sáttmálinn verndar, held ur einnig ákvæði II.–IV. kafla með reglum um stofnanir þær sem leysa úr kærum vegna brota á sáttmálanum og meðferð mála fyrir þeim. Í samræmi við það er lagt til í frumvarpi þessu að samningsviðauki nr. 11 verði lögtekinn hér á landi, enda felst í honum endurskipulagning á stofnunum Evrópuráðsins skv. II.–IV. kafla mannréttindasáttmálans.

II.

    Frá því að samningurinn um verndun mannréttinda og mannfrelsis var undirritaður hafa verið gerðir við hann tíu samningsviðaukar. Af þeim hafa viðaukar nr. 1–8 verið fullgiltir af Íslands hálfu og síðar lögteknir hér á landi um leið og upphaflegi samningurinn. Þrír af þess um átta samningsviðaukum hafa leitt af sér breytingar á upphaflegum texta samningsins um verndun mannréttinda og mannfrelsis. Þetta eru samningsviðaukar nr. 3 frá 6. maí 1963, nr. 5 frá 20. janúar 1966 og nr. 8 frá 19. mars 1985. Allir fela þeir í sér breytingar á ákvæðum III. og IV. kafla samningsins, þar sem fjallað er um skipan og störf mannréttindanefndar Evrópu og mannréttindadómstóls Evrópu. Fimm samningsviðaukar hafa falið í sér viðbætur við samninginn um verndun mannréttinda og mannfrelsis. Í einum þeirra, samningsviðauka nr. 2 frá 6. maí 1963, er mælt fyrir um vald mannréttindadómstóls Evrópu til að láta uppi ráð gefandi álit um önnur atriði sáttmálans en skýringu á einstökum ákvæðum hans um vernd mannréttinda, en slíkt vald var ekki ráðgert í upphaflega samningnum. Í hinum viðaukunum fjórum eru ákvæði um ýmis mannréttindi sem ekki var kveðið á um í samningnum um vernd un mannréttinda og mannfrelsis. Þetta eru nánar tiltekið samningsviðauki frá 20. mars 1952 (jafnan nefndur samningsviðauki nr. 1), samningsviðaukar nr. 4 frá 16. september 1963, nr. 6. frá 28. apríl 1983 og nr. 7 frá 22. nóvember 1984.
    Samningsviðauki nr. 9 frá 6. nóvember 1990 tók gildi 1. október 1994 er tíu aðildarríki höfðu fullgilt hann. Með honum voru gerðar breytingar á III. og IV. kafla samningsins. Ísland er meðal þeirra ríkja sem ekki hafa fullgilt viðaukann, en geta má þess að með samningsvið auka nr. 11 er stefnt að breytingum á mannréttindasáttmálanum, sem taka yfir breytingarnar sem felast í samningsviðauka nr. 9 og hann felldur úr gildi. Samningsviðauki nr. 10 frá 25. mars 1992 hefur enn ekki tekið gildi, þar sem tilskilinn fjöldi aðildarríkja Evrópuráðsins hef ur ekki fullgilt hann. Með samningsviðauka nr. 10 voru ráðgerðar breytingar á 32. gr. í III. kafla samningsins. Ísland er eitt þeirra ríkja sem hafa ekki fullgilt viðauka nr. 10. Hann kemur því ekki til framkvæmda.

III.

    Til þess að veita aðildarríkjum sáttmálans aðhald og stuðla að því að þau virði réttindin, sem sáttmálanum er ætlað að tryggja, var komið á fót sérstökum stofnunum, mannréttinda nefnd Evrópu og mannréttindadómstól Evrópu, auk þess sem ráðherraráð Evrópuráðsins hef ur haft ákveðnu hlutverki að gegna í því sambandi. Ákvæði um mannréttindanefndina og mannréttindadómstólinn er að finna í II.–IV. kafla samningsins um verndun mannréttinda og mannfrelsis.
    Í stuttu máli má segja að eftirlitskerfi mannréttindasáttmálans hafi verið byggt upp á eftirfarandi hátt:
    Kærum vegna brota á sáttmálanum hefur í upphafi verið beint til mannréttindanefndarinn ar, sem skipuð er jafnmörgum mönnum og aðildarríki að sáttmálanum eru. Nefndin leysir úr því hvort kæran sé tæk til frekari meðferðar. Telji nefndin svo vera leitar hún sátta milli kær andans og ríkisins sem í hlut á. Takist ekki sættir lætur nefndin í ljós álit sitt í skýrslu um hvort ríkið hafi brotið gegn sáttmálanum. Sú skýrsla er send ráðherranefndinni. Hvort sem mann réttindanefndin telur að um brot á sáttmálanum sé að ræða eða ekki getur hún lagt málið fyrir mannréttindadómstólinn til úrlausnar. Álit nefndarinnar um að ekki hafi verið brotið gegn sáttmálanum felur að jafnaði í sér endanlega úrlausn um kæruefnið. Telji nefndin aftur á móti að um brot sé að ræða geta afdrif málsins orðið með tvennum hætti. Annars vegar getur nefndin látið af sinni hálfu við það sitja að gera skýrslu um málið til ráðherranefndarinnar. Hafi málið ekki verið lagt fyrir mannréttindadómstólinn af hálfu aðildarríkis innan þriggja mánaða frá því að skýrsla mannréttindanefndarinnar barst ráðherranefndinni skal ráðherra nefndin úrskurða hvort um brot á sáttmálanum sé að ræða. Ráðherranefndinni er ekki settur tímafrestur í því efni. Hins vegar getur mannréttindanefndin tekið ákvörðun um að leggja málið fyrir mannréttindadómstólinn, sem starfar í deildum er níu dómarar skipa hverju sinni, en dómarar við dómstólinn eru jafnmargir og aðildarríkin að Evrópuráðinu. Fyrir dómstóln um geta afdrif máls orðið þau að því sé lokið með sátt með samþykki hans. Að öðrum kosti fer fram gagnaöflun og málflutningur og kveður dómstóllinn síðan upp rökstuddan dóm sem er fullnaðarúrlausn um sakarefnið.
    Framangreint eftirlitskerfi hefur reynst þungt í vöfum og með auknum málafjölda hefur afgreiðslutími mála verið talinn óviðunandi. Til þess að leita lausnar á vanda eftirlitskerfis sáttmálans hefur um nokkurra ára skeið verið til umræðu að sameina mannréttindanefndina og mannréttindadómstólinn í eina stofnun. Tillögur hafa komið fram um hvernig skipulag slíkrar stofnunar ætti að vera, en það var þó fyrst á árinu 1993 sem fram kom tillaga sem ráð herranefndin ákvað að leggja fyrir sérfræðinganefnd ráðsins í mannréttindamálum að full vinna. Sú tillaga byggðist á málamiðlun milli sjónarmiða aðildarríkjanna og var hún undirrit uð sem samningsviðauki nr. 11 hinn 11. maí 1994.

IV.

    Í samningsviðauka nr. 11 felast breytingar á eftirlitskerfi mannréttindasáttmálans. Í fyrsta lagi eru gerðar breytingar á ákvæðum II.–IV. kafla upphaflega samningsins um verndun mannréttinda og mannfrelsis og þau sameinuð í einn kafla, II. kafla. Í öðru lagi er samnings viðauki nr. 2 felldur brott sem sjálfstæður viðauki, en ákvæði hans í staðinn felld inn í megin mál sáttmálans í hinum nýja II. kafla. Í þriðja lagi eru gerðar breytingar á nokkrum ákvæðum í núverandi V. kafla samningsins og samningsviðaukum nr. 1, 4, 6 og 7 sem leiðir af breyttu eftirlitskerfi. Í fjórða lagi er einstökum köflum og greinum samningsins um verndun mannréttinda og mannfrelsis og samningsviðauka við hann gefin fyrirsögn í samræmi við efni sitt. Í fimmta og síðasta lagi er samningsviðauki nr. 9 felldur úr gildi, en hann hefur ekki verið fullgiltur af Íslands hálfu svo sem áður getur.
    Með 1. gr. samningsviðauka nr. 11 eru gerðar breytingar á ákvæðum II.–IV. kafla mann réttindasáttmálans og þau sameinuð í einn kafla, II. kafla. Nokkrum ákvæðum þessara kafla hafði áður verið breytt með samningsviðaukum nr. 3, 5, 8 og 9. Meginefni breytinganna er að mannréttindanefndin og mannréttindadómstóllinn eru lögð niður í núverandi mynd og stofn aður er nýr dómstóll, mannréttindadómstóll Evrópu, sem kemur í stað þessara stofnana. Í dómstólnum eiga sæti jafnmargir dómarar og aðildarríki Evrópuráðsins eru og eru þeir kosnir til sex ára í senn.
    Kærur vegna brota á mannréttindasáttmálanum skal eftir gildistöku viðauka nr. 11 senda beint til hins nýja dómstóls. Þeim kærum, sem augljóslega uppfylla ekki þær frumkröfur sem gerðar eru til að þess að þær séu tækar til afgreiðslu, skal vísað frá af skrifstofu dómsins. Þau mál, sem eru skráð sem kærur fyrir dóminum, ganga fyrst til nefndar sem í eiga sæti þrír dómarar. Þessar nefndir athuga málin á frumstigi og geta vísað frá kærum frá einstaklingum sem ótækum, án frekari könnunar, og er slík afgreiðsla endanleg. Dómstóllinn ákveður hve margar nefndirnar verða. Þau mál, sem nefnd telur að þurfi nánari athugunar við, er vísað til deildar. Í deild sitja sjö dómarar, en fjöldi deilda fer eftir því sem dómstóllinn kann að ákveða miðað við þarfir hverju sinni. Deildir þessar fullvinna málin og hafa auk þess með höndum frumathugun á milliríkjakærum. Deildir geta vísað máli frá á hvaða stigi málflutnings sem er. Takist ekki sættir með aðilum kveða þær upp dóm í málinu. Dómur deildar er endanlegur, nema þegar málsaðili óskar eftir að máli sé vísað til svonefndrar yfirdeildar, sem í eiga sæti sautján dómarar. Skilyrði þess að yfirdeild taki til meðferðar mál sem aðili vísar til hennar eru tvenns konar. Annars vegar verður beiðni þess efnis að koma fram innan þriggja mánaða frá uppkvaðningu dóms deildar. Hins vegar verður nefnd fimm dómara, sem sæti eiga í yfirdeildinni, að telja að málið sé þess eðlis að það veki alvarlega spurningu varðandi túlkun eða framkvæmd á samningnum, eða að um sé að ræða alvarlegt deiluefni sem sé almennt mikilvægt. Mál geta einnig borist til yfirdeildar með þeim hætti að deild vísi því þangað. Skilyrði þess eru þrenns konar. Í fyrsta lagi verður það að gerast áður en dómur í málinu er kveðinn upp í deildinni. Í öðru lagi verður málið að gefa tilefni til alvarlegs vafa um túlkun á mannréttindasáttmálanum eða samningsviðaukum við hann, eða ályktun um vafamál fyrir deildinni að vera talin geta leitt til niðurstöðu sem væri í ósamræmi við fyrri dóm dómstólsins. Í þriðja lagi má aðili að málinu ekki hreyfa mótmælum við þessari málsmeðferð. Dómur yfirdeildar er endanlegur. Ætla má að í framkvæmd hljóti langflest mál endanlega afgreiðslu hjá deild og að mál verði aðeins tekið fyrir hjá yfirdeild í sérstökum tilvikum.
    Ráðherranefnd Evrópuráðsins mun áfram annast um fullnustu dóma, þ.e. taka við dómum frá dómstólnum og fylgjast með að ríki fari eftir því sem fyrir er mælt í dóminum. Hlutverk ráðherranefndarinnar sem úrskurðaraðila fellur hins vegar niður.
    Samkvæmt 1. gr. samningsviðauka nr. 11 er samningsviðauki nr. 2 felldur brott sem sjálf stæður viðauki, en ákvæði hans í staðinn felld inn í meginmál sáttmálans í hinum nýja II. kafla. Í samningsviðauka nr. 2 er mælt fyrir um vald mannréttindadómstólsins til að láta uppi ráðgefandi álit um önnur atriði mannréttindasáttmálans en skýringu á einstökum ákvæðum hans um vernd mannréttinda, en slíkt vald var ekki ráðgert í upphaflega samningnum. Smá vægilegar orðalagsbreytingar eru gerðar á texta sumra ákvæða.
    Með 2. gr. samningsviðauka nr. 11 eru gerðar breytingar, annars vegar á nokkrum ákvæð um í núverandi V. kafla samningsins um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sem verður nýr III. kafli. Um er að ræða breytingar sem leiðir af breyttu eftirlitskerfi. Hins vegar er um að tefla breytingar af sömu ástæðu á samningsviðaukum nr. 1, 4, 6 og 7. Um breytingar á þess um samningsviðaukum er ekki að ræða að öðru leyti.
    Samkvæmt 2. gr. samningsviðauka nr. 11 skal einstökum köflum og greinum samningsins um verndun mannréttinda og mannfrelsis og samningsviðauka við hann gefin fyrirsögn í sam ræmi við efni sitt, en með samningsviðauka nr. 11 er viðauki þar sem er að finna lista yfir þessar fyrirsagnir.
    Samkvæmt 2. gr. samningsviðauka nr. 11 er samningsviðauki nr. 9 felldur úr gildi, en með honum voru gerðar breytingar á III. og IV. kafla mannréttindasáttmálans. Að framan var nefnt að Ísland er meðal þeirra ríkja sem ekki hafa fullgilt samningsviðauka nr. 9. Með samn ingsviðauka nr. 11 er stefnt að breytingum á mannréttindasáttmálanum sem taka yfir breyt ingarnar sem felast í samningsviðauka nr. 9.
    Eins og rakið er að framan var mannréttindasáttmáli Evrópu tekinn í lög á Íslandi með lög um nr. 62/1994. Í kjölfar fullgildingar á samningsviðauka nr. 11 er nauðsynlegt að breyta þeim lögum, svo sem lagt er til í frumvarpi þessu.
    Samningurinn um verndun mannréttinda og mannfrelsis ásamt samningsviðaukum, með ákvæðum samningsviðauka nr. 11 felldum inn í texta þeirra, fylgir frumvarpi þessu. Samn ingsviðauki nr. 11 í íslenskri þýðingu og enska og franska útgáfa textans eru birt sem fylgi skjöl nr. I, II og III.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Eins og 1. gr. frumvarpsins ber með sér er lagt til að í stað 1. gr. laganna komi ný grein, sem feli í sér þær breytingar á samningnum um verndun mannréttinda og mannfrelsis og viðauka við hann, er leiðir af fullgildingu samningsviðauka nr. 11. Nánar tiltekið eru breytingarnar á 1. gr. laganna þessar:
    Gert er ráð fyrir að í stað orðanna „eftirtöldum samningsviðaukum“ í 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. laganna komi samningsviðauki nr. 11 ásamt nánara heiti sínu og viðauka. Jafnframt er gert ráð fyrir að stafliðir a, b og c í 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. falli brott, en í þeim eru taldir upp þeir samningsviðaukar sem fela í sér breytingar á upprunalegum texta samningsins um verndun mannréttinda og mannfrelsis og lögfestir voru hér á landi um leið og hann. Nánar tiltekið er hér um að ræða samningsviðauka nr. 3, 5 og 8. Allir fela þeir í sér breytingar á ákvæðum III. og IV. kafla samningsins, þar sem fjallað er um skipan og störf mannréttindanefndarinnar og mannréttindadómstólsins. Með samningsviðauka nr. 11 eru ákvæði II.–IV. kafla samningsins sameinuð í einn kafla, II. kafla, og leiðir af því breytingar á ákvæðum samningsins, sem taka yfir breytingarnar sem fólust í samningsviðaukum nr. 3, 5 og 8.
    Í 2.–6. tölul. 1. mgr. 1. gr. laganna eru taldir upp þeir samningsviðaukar sem fela í sér við bætur við upphaflega samninginn. Þetta eru nánar tiltekið samningsviðaukar nr. 1, 2, 4, 6 og 7. Í 3. tölul. er getið um samningsviðauka nr. 2. Í honum er mælt fyrir um vald mannréttinda dómstólsins til að láta uppi ráðgefandi álit um önnur atriði mannréttindasáttmálans en skýr ingu á einstökum ákvæðum hans um vernd mannréttinda. Slíkt vald var ekki ráðgert í upp haflega samningnum. Með samningsviðauka nr. 11 er samningsviðauki nr. 2 felldur brott sem sjálfstæður viðauki, en ákvæði hans í staðinn felld inn í meginmál sáttmálans í hinum nýja II. kafla. Í samræmi við það er í frumvarpinu gert ráð fyrir því að samningsviðauki nr. 2 falli brott úr upptalningunni í 1. gr. og röð annarra töluliða breytist samkvæmt því.
    Lagt er til að tekið verði fram um hvern og einn samningsviðauka, í upptalningu í tölulið um í 1. mgr. 1. gr., að á honum hafi verið gerðar breytingar með samningsviðauka nr. 11.
    Gert er ráð fyrir breytingum á 2. mgr. 1. gr. laganna í samræmi við breytingarnar á 1. mgr. 1. gr. Þarfnast þetta ekki skýringa.
    Um efni samningsviðauka nr. 11 vísast að öðru leyti til almennra athugsemda við frum varpið.

Um 2. gr.

    Í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur fram að samningurinn um verndun mannréttinda og mann frelsis og samningsviðaukar þeir sem fela í sér viðbætur við hann séu birtir sem fylgiskjal með lögunum. Í 2. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir því að fylgiskjal þetta orðist eins og greinir í fylgiskjali með frumvarpi þessu. Þar hafa ákvæði samningsviðauka nr. 11 verið felld inn í texta samningsins um verndun mannréttinda og mannfrelsis og samningsviðauka við hann.

Um 3. gr.

    Hljóti frumvarp þetta samþykki er gert ráð fyrir því í 3. gr. að lögin taki gildi 1. nóvember 1998. Skv. 4. gr. samningsviðauka nr. 11 tekur hann ekki gildi fyrr en fyrsta dag þess mánaðar þegar liðið er eitt ár frá því að öll aðildarríki mannréttindasáttmálans hafa lýst sig samþykk því að vera bundin af honum með fullgildingu. Umræddan dag verður liðinn sá frestur og er því lagt til að lögin taki gildi þann dag.



Fylgiskjal I.



Samningsviðauki nr. 11 við samning um verndun mannréttinda og mannfrelsis varðandi endurskipulagningu á eftirlitskerfi samningsins.


    Aðildarríki Evrópuráðsins sem undirritað hafa þennan samningsviðauka við samninginn um verndun mannréttinda og mannfrelsis sem undirritaður var í Róm 4. nóvember 1950 (hér á eftir nefndur „samningurinn“),
    telja að bráð þörf sé að endurskipuleggja eftirlitskerfi það sem stofnað er til samkvæmt samningnum til að viðhalda og bæta skilvirkni þess við verndun mannréttinda og mannfrelsis, einkum með tilliti til fjölgunar kæra og aðildar fleiri ríkja að Evrópuráðinu,
    telja að það sé því æskilegt að breyta tilteknum ákvæðum samningins sérstaklega í því skyni að nýr dómstóll sem starfi samfellt komi í stað núverandi mannréttindanefndar og mannréttindadómstóls Evrópu,
    vísa til samþykktar nr. 1 sem gerð var á Evrópsku ráðherraráðstefnunni um mannréttinda mál sem haldin var í Vínarborg 19. og 20. mars 1985,
    vísa til ályktunar 1194 (1992) sem samþykkt var af þingi Evrópuráðsins 6. október 1992,
    vísa til ákvörðunar sem tekin var um endurbætur á eftirlitskerfi samningsins af leiðtogum ríkja Evrópuráðsins í Vínaryfirlýsingunni frá 9. október 1993
    og hafa orðið ásátt um eftirfarandi:

1. grein.

    Í stað texta II.–IV. kafla samningsins (19.–56. gr.) og samningsviðauka nr. 2 við samning um verndun mannréttinda og mannfrelsis um vald mannréttindadómstóls Evrópu til að láta uppi ráðgefandi álit skal koma eftirfarandi II. kafli samningsins (19.–51. gr.):

II. KAFLI
Mannréttindadómstóll Evrópu.
19. gr.
Stofnun dómstólsins.

    Til að tryggja það að staðið sé við skuldbindingar þær sem aðilar samnings þessa og samn ingsviðauka við hann hafa tekist á hendur skal setja á stofn mannréttindadómstól Evrópu sem hér á eftir verður kallaður dómstóllinn. Hann skal starfa samfellt.

20. gr.
Fjöldi dómara.

    Dómstóllinn skal skipaður jafnmörgum dómurum og samningsaðilarnir eru.

21. gr.
Hæfisskilyrði.

    1. Dómararnir skulu vera menn grandvarir, og verða þeir annaðhvort að fullnægja kröfum um hæfi til að gegna æðri dómarastörfum eða vera lögvísir svo orð fari af.
    2. Dómararnir skulu skipa sæti sitt sem einstaklingar.
    3. Meðan kjörtímabil þeirra varir skulu dómararnir ekki taka þátt í neinni starfsemi sem er ósamrýmanleg sjálfstæði þeirra, hlutleysi eða kröfum sem gerðar eru til fulls dómarastarfs. Dómstóllinn skal skera úr um öll vafaatriði varðandi framkvæmd þessarar málsgreinar.

22. gr.
Kosning dómara.

    1. Dómararnir skulu kjörnir af þinginu, af hálfu sérhvers samningsaðila, með meiri hluta greiddra atkvæða af lista með þremur mönnum sem samningsaðili tilnefnir.
    2. Sami háttur skal hafður á til að fylla tölu dómara við tilkomu nýs samningsaðila eða þeg ar sæti losnar í dómstólnum.

23. gr.
Kjörtímabil.

    1. Dómararnir skulu kosnir til sex ára í senn. Þá má endurkjósa. Kjörtímabili helmings þeirra dómara, sem kosnir eru í fyrstu kosningu, skal þó lokið að þremur árum liðnum.
    2. Þeir dómarar, sem ganga eiga úr að fyrstu þremur árum liðnum, skulu valdir með hlut kesti af aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins þegar að kosningu þeirra lokinni.
    3. Til að tryggja það, svo sem fært er, að skipt verði um helming dómara þriðja hvert ár er þinginu heimilt að ákveða, áður en til síðari kosninga er gengið, að kjör eins eða fleiri dómara, er kjósa skal, skuli gilda til annars tíma en sex ára, þó eigi lengur en til níu ára né skemur en til þriggja.
    4. Þegar um starfstíma fleiri en eins dómara er að ræða og þingið beitir ákvæðum næstu málsgreinar á undan skal starfstími hvers ákvarðaður með hlutkesti er aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins annast þegar að kosningu lokinni.
    5. Dómari, sem kjörinn hefur verið í stað annars er eigi hafði lokið kjörtímabili sínu, skal eiga sæti í dómstólnum út það kjörtímabil.
    6. Kjörtímabil dómara rennur út þegar þeir verða 70 ára.
    7. Dómarar skulu halda sæti sínu þar til aðrir koma í þeirra stað. Þeir skulu samt halda áfram að starfa að þeim málum sem þeir voru teknir við.

24. gr.
Brottvikning.

    Því aðeins verður dómara vikið úr starfi að hinir dómararnir ákveði með tveggja þriðju meiri hluta að hann fullnægi ekki lengur þeim skilyrðum sem krafist er.

25. gr.
Skrifstofa og löglærðir aðstoðarmenn.

    Dómstóllinn skal hafa skrifstofu og skal hlutverk hennar og skipulag ákveðið í starfsreglum dómstólsins. Dómstólnum til aðstoðar skulu vera löglærðir aðstoðarmenn.

26. gr.
Fullskipaður dómstóll.

    Fullskipaður dómstóll skal:
     1.      kjósa forseta sinn og einn eða tvo varaforseta til þriggja ára; þá má endurkjósa;
     2.      skipa deildir til ákveðins tíma;
     3.      kjósa forseta deilda dómstólsins; þá má endurkjósa;
     4.      samþykkja starfsreglur dómstólsins; og
     5.      kjósa ritara og einn eða fleiri aðstoðarritara.

27. gr.
Nefndir, deildir og yfirdeild.

    1. Til að fara með mál sem lögð eru fyrir dómstólinn skal hann starfa í nefndum sem þrír dómarar skipa, í deildum sem sjö dómarar skipa og yfirdeild sem sautján dómarar skipa. Deildir dómstólsins skipa nefndir til ákveðins tíma.
    2. Sjálfskipaður í deildina og yfirdeildina er dómari sá sem kjörinn er af hálfu þess ríkis sem er málsaðili. Fyrirfinnist enginn slíkur eða geti hann ekki tekið þátt í meðferð málsins tilnefnir aðildarríkið dómara.
    3. Yfirdeildina skulu einnig skipa forseti og varaforsetar dómstólsins, forsetar deilda og aðrir dómarar sem valdir eru samkvæmt starfsreglum dómstólsins. Þegar máli er vísað til yfir deildarinnar í samræmi við ákvæði 43. gr. skal enginn þeirra dómara sem sæti áttu í þeirri deild sem kvað upp dóm í málinu eiga sæti í yfirdeildinni, að undanskildum þó forseta deild arinnar og dómara þeim sem sæti átti af hálfu þess ríkis sem er málsaðili.

28. gr.
Yfirlýsingar nefnda um að kæra sé ótæk.

    Með samhljóða atkvæðum er nefnd heimilt að að lýsa ótæka eða fella af málaskrá sinni kæru einstaklings sem borin er fram skv. 34. gr. þegar unnt er að taka slíka ákvörðun án frekari könnunar. Ákvörðunin skal vera endanleg.

29. gr.
Ákvarðanir deilda um að kæra sé tæk og um efnishlið hennar.

    1. Sé ekki tekin ákvörðun í samræmi við 28. gr. skal deild kveða á um hvort kæra sem borin er fram af einstaklingi skv. 34. gr. sé tæk og um efnishlið hennar.
    2. Deild skal kveða á um hvort milliríkjakærur skv. 33. gr. séu tækar og um efnishlið þeirra.
    3. Ákvörðun um hvort kæra sé tæk skal tekin sérstaklega nema dómstóllinn, í undantekn ingartilvikum, ákveði að annar háttur skuli hafður á.

30. gr.
Eftirgjöf lögsögu til yfirdeildarinnar.

    Ef mál sem deild hefur til meðferðar gefur tilefni til alvarlegs vafa um túlkun á samningnum eða samningsviðaukum við hann eða þegar ályktun um vafamál fyrir deildinni gæti leitt til niðurstöðu sem væri í ósamræmi við fyrri dóm dómstólsins, þá er deildinni heimilt hvenær sem er fyrir dómsuppkvaðningu að eftirláta yfirdeildinni lögsögu í málinu, nema því aðeins að málsaðili mótmæli.

31. gr.
Hlutverk yfirdeildarinnar.

    Yfirdeildin skal:
     1.      úrskurða um kærur sem bornar eru fram skv. 33. gr. eða 34. gr. þegar deild hefur eftirlátið lögsögu skv. 30. gr. eða þegar máli hefur verið vísað til hennar skv. 43. gr.; og
     2.      fjalla um beiðnir um ráðgefandi álit sem bornar eru fram skv. 47. gr.

32. gr.
Lögsaga dómstólsins.

    1. Lögsaga dómstólsins skal ná til allra málefna varðandi túlkun og framkvæmd samnings ins og samningsviðauka við hann, sem vísað er til hans í samræmi við 33., 34. og 47. gr.
    2. Ef ágreiningur verður um lögsögu dómstólsins sker hann úr.

33. gr.
Milliríkjamál.

    Sérhverjum samningsaðila er heimilt að vísa til dómstólsins meintu broti annars samnings aðila á ákvæðum samningsins og samningsviðauka við hann.

34. gr.
Kærur einstaklinga.

    Dómstólnum er heimilt að taka við kærum frá hvaða einstaklingi sem er, samtökum eða hópi einstaklinga sem halda því fram að samningsaðili hafi brotið á þeim réttindi þau sem lýst er í samningnum og samningsviðaukum við hann. Samningsaðilar skuldbinda sig til að hindra ekki á nokkurn hátt raunhæfa beitingu þessa réttar.

35. gr.
Skilyrði þess að mál sé tækt.

    1. Dómstóllinn getur því aðeins tekið mál til meðferðar að leitað hafi verið til hlítar leið réttingar í heimalandinu, samkvæmt almennt viðurkenndum reglum þjóðaréttar og innan 6 mánaða frá því að fullnaðarákvörðun var þar tekin.
    2. Dómstóllinn skal eigi taka til meðferðar kæru einstaklings sem lögð er fyrir hann skv. 34. gr. ef hún er:
     a.      frá ónafngreindum aðila, eða
     b.      efnislega sú sama og mál sem þegar hefur verið rannsakað af dómstólnum eða hefur verið lagt fyrir til rannsóknar eða úrskurðar á alþjóðavettvangi og felur ekki í sér neinar nýjar upplýsingar sem máli skipta.
    3. Dómstóllinn skal lýsa ótæka hverja þá kæru einstaklings sem borin er fram skv. 34. gr. sem hann telur ósamrýmanlega ákvæðum samningsins, augljóslega illa grundaða eða fela í sér misnotkun á kæruréttinum.
    4. Dómstóllinn skal vísa frá hverri þeirri kæru sem hann telur ótæka samkvæmt þessari grein. Honum er heimilt að gera það á hvaða stigi málflutningsins sem er.

36. gr.
Málsaðild þriðja aðila.

    1. Nú er ríkisborgari samningsaðila kærandi og hefur samningsaðili þá rétt til að bera fram skriflegar athugasemdir og taka þátt í munnlegum málflutningi í öllum málum fyrir deild og yfirdeildinni.
    2. Í því skyni að tryggja rétta dómsniðurstöðu er forseta dómstólsins heimilt að bjóða sér hverjum samningsaðila sem ekki er aðili að málaferlunum eða manni sem málið varðar og ekki er kærandi að leggja fram skriflegar athugasemdir eða taka þátt í munnlegum málflutningi.

37. gr.
Kærur felldar niður.

    1. Dómstóllinn getur ákveðið á hvaða stigi málsmeðferðar sem er að fella kæru af málaskrá sinni þegar aðstæður gefa tilefni til að ætla að:
     a.      kærandi hyggist ekki fylgja kæru sinni eftir, eða
     b.      málinu hafi verið ráðið til lykta, eða
     c.      af einhverri annarri ástæðu sem dómstóllinn sannreynir, sé ekki lengur réttlætanlegt að halda áfram að fjalla um kæruna.
Dómstóllinn skal þó halda áfram rannsókn kærunnar ef nauðsynlegt er til þess að mannréttindi þau sem skýrgreind eru samningi þessum eða samningsviðaukum við hann séu virt.
    2. Dómstóllinn getur ákveðið að taka kæru að nýju á málaskrá sína ef hann telur að aðstæð ur réttlæti það.

38. gr.
Rannsókn máls og sáttaumleitanir.

    1. Ef dómstóllinn lýsir kæru tæka skal hann:
     a.      framkvæma athugun á málinu með fulltrúum málsaðila og ef þörf krefur framkvæma rannsókn sem þeim ríkjum sem hlut eiga að máli er þá skylt að greiða fyrir í hvívetna;
     b.      vera málsaðilum til reiðu við að ná sáttum í málinu enda sé við þær að fullu gætt þeirra mannréttinda sem skilgreind eru í samningnum og samningsviðaukum við hann.
    2. Það sem fram fer skv. b-lið 1. mgr. skal vera trúnaðarmál.

39. gr.
Sáttagerð.

    Ef sættir takast skal dómstólinn fella málið af málaskrá sinni með ákvörðun sem skal vera stutt greinargerð um málsatvik og þá lausn sem náðist.

40. gr.
Opinber málsmeðferð og aðgangur að málsgögnum.

    1. Málsmeðferð skal vera opinber nema dómstóllinn ákveði annað í sérstökum tilvikum.
    2. Málskjöl sem lögð eru fram hjá ritara skulu vera aðgengileg almenningi nema forseti dómstólsins ákveði annað.

41. gr.
Sanngjarnar bætur.

    Dómstóllinn skal ef nauðsyn krefur veita sanngjarnar bætur til þess aðila sem orðið hefur fyrir tjóni ef hann kemst að þeirri niðurstöðu að um brot á samningnum eða samningsviðaukum við hann hafi verið að ræða og ef löggjöf viðkomandi samningsaðila heimilar aðeins að veittar séu bætur að hluta.

42. gr.
Dómar uppkveðnir í deildum.

    Dómar uppkveðnir í deildum skulu vera endanlegir í samræmi við ákvæði 2. mgr. 44. gr.

43. gr.
Vísun máls til yfirdeildar.

    1. Sérhverjum málsaðila er heimilt þegar um óvenjuleg mál er að ræða að óska eftir því inn an þriggja mánaða frá dagsetningu dóms deildar að málinu sé vísað til yfirdeildarinnar.
    2. Nefnd fimm dómara yfirdeildarinnar skal verða við beiðninni ef málið vekur alvarlega spurningu varðandi túlkun eða framkvæmd á samningnum og samningsviðaukum við hann eða alvarlegt deiluefni sem er almennt mikilvægt.
    3. Samþykki nefndin beiðnina skal yfirdeildin ljúka málinu með dómi.

44. gr.
Endanlegir dómar.

    1. Dómur yfirdeildarinnar skal vera endanlegur.
    2. Dómur deildar verður endanlegur:
     a.      þegar málsaðilar lýsa yfir að þeir muni ekki óska þess að málinu verði vísað til yfirdeildarinnar, eða
     b.      þremur mánuðum frá dagsetningu dómsins ef ekki hefur verið óskað eftir að málinu sé vísað til yfirdeildarinnar, eða
     c.      þegar nefnd yfirdeildarinnar vísar frá beiðni um málskot skv. 43. gr.
    3. Endanlegur dómur skal birtur.

45. gr.
Rökstuðningur dóma og ákvarðana.

    1. Rökstyðja skal dóma og ákvarðanir sem lýsa kærur tækar eða ótækar.
    2. Ef dómarar verða ekki sammála um dóm sinn að öllu eða einhverju leyti skal hver dómari hafa rétt til að skila séráliti.

46. gr.
Bindandi áhrif dóma og fullnusta þeirra.

    1. Samningsaðilar heita því að hlíta endanlegum dómi dómstólsins í hverju því máli sem þeir eru aðilar að.
    2. Endanlegur dómur dómstólsins skal fenginn ráðherranefndinni sem hefur umsjón með fullnustu hans.

47. gr.
Ráðgefandi álit.

    1. Dómstólnum er heimilt ef ráðherranefndin æskir að láta uppi ráðgefandi álit um lög fræðileg atriði er varða túlkun samningsins og samningsviðauka við hann.
    2. Eigi má í slíkum álitsgerðum fjalla um nokkurt atriði er varðar efni eða umfang réttinda þeirra eða mannfrelsis, er fjallað er um í I. kafla samningsins og samningsviðaukum við hann, né heldur um önnur atriði sem dómstóllinn eða ráðherranefndin kynni að þurfa að taka afstöðu til í framhaldi af málskotum er efnt kynni að verða til í samræmi við samninginn.
    3. Til þess að ákvörðun ráðherranefndarinnar um að æskja álits dómstólsins nái fram að ganga þarf meiri hluta atkvæða fulltrúa þeirra er rétt eiga til setu í nefndinni.

48. gr.
Ráðgefandi lögsaga dómstólsins.

    Dómstóllinn sker úr um það hvort ósk um álit er ráðherranefndin ber fram sé innan verk sviðs hans eins og það er skilgreint í 47. gr.

49. gr.
Rökstuðningur ráðgefandi álits.

    1. Álit dómstólsins skal vera rökstutt.
    2. Nú er álit eigi að öllu eða nokkru leyti einróma, og ber hverjum dómara þá réttur til að setja fram sérálit.
    3. Áliti dómstólsins skal skilað til ráðherranefndarinnar.

50. gr.
Kostnaður við dómstólinn.

    Evrópuráðið skal standa straum af kostnaði við dómstólinn.

51. gr.
Sérréttindi og friðhelgi dómara.

    Dómarar skulu við störf sín njóta þeirra sérréttinda og friðhelgi sem greind eru í 40. gr. stofnskrár Evrópuráðsins og þeim samningum sem gerðir hafa verið samkvæmt henni.

2. grein.

    1. V. kafli samningsins verður III. kafli samningsins; 57. gr. samningsins verður 52. gr. samningsins; 58. og 59. gr. samningsins falla brott og 60.–66. gr. samningsins verða 53.–59. gr. samningsins.
    2. I. kafli samningsins skal nefnast „Réttindi og frelsi“ og nýr III. kafli samningsins „Ýmis ákvæði“. 1.–18. gr. og ný 52.–59. gr. samningsins skulu fá fyrirsagnir sem greindar eru í viðauka við þennan samningsviðauka.
    3. Í nýrri 56. gr., 1. mgr., skal bæta inn orðunum „þó með fyrirvara skv. 4. mgr. þessarar greinar“ á eftir orðinu „skuli“; í 4. mgr. skulu í stað orðanna „nefndin sé bær um að taka við erindum“ og „skv. 25. gr. samnings þessa“ koma orðin „dómstóllinn sé bær um að taka við kærum“ og „skv. 34. gr. samnings þessa“ á samsvarandi hátt.
    Í nýrri 58. gr., 4. mgr., skulu orðin „56. gr.“ koma í stað orðanna „63. gr.“.
    4. Samningsviðauki nr. 1 skal breytast þannig:
     a.      greinarnar skulu fá fyrirsagnir þær sem greindar eru í viðauka við samningsviðauka þennan; og
     b.      í síðustu setningu 4. gr. skulu orðin „56. gr.“ koma í stað orðanna „63. gr.“.
    5. Samningsviðauki nr. 4 skal breytast þannig:
     a.      greinarnar skulu fá fyrirsagnir þær sem greindar eru í viðauka við samningsviðauka þennan;
     b.      í 3. mgr. 5. gr. skulu orðin „56. gr.“ koma í stað orðanna „63. gr.“; og bæta skal við nýrri 5. mgr., svohljóðandi:
                  Hvert það ríki sem gefið hefur yfirlýsingu í samræmi við 1. og 2. mgr. þessarar greinar getur hvenær sem er síðar lýst því yfir vegna eins eða fleiri landsvæða þeirra sem yfirlýsingin tekur til, að það fallist á að dómstóllinn sé bær um að taka við kærum frá einstaklingum, samtökum eða hópum einstaklinga skv. 34. gr. samningsins varðandi 1.–4. gr. þessa samningsviðauka, eina eða allar ; og
     c.      2. mgr. 6. gr. skal falla brott.
    6. Samningsviðauki nr. 6 skal breytast þannig:
     a.      greinarnar skulu fá fyrirsagnir þær sem greindar eru í viðauka við samningsviðauka þennan; og
     b.      í 4. gr. skulu orðin „57. gr.“ koma í stað „64. gr.“.
    7. Samningsviðauki nr. 7 skal breytast þannig:
     a.      greinarnar skulu fá fyrirsagnir þær sem greindar eru í viðauka við samningsviðauka þennan;
     b.      í 4. mgr. 6. gr. skulu orðin „56. gr.“ koma í stað orðanna „63. gr.“ og við bætist ný 6. mgr., svohljóðandi:
                  Hvert það ríki sem gefið hefur yfirlýsingu í samræmi við 1. og 2. mgr. þessarar greinar getur hvenær sem er síðar lýst því yfir vegna eins eða fleiri landsvæða þeirra, sem yfirlýsingin tekur til, að það fallist á að dómstóllinn sé bær um að taka við kærum frá einstaklingum, samtökum eða hópum einstaklinga skv. 34. gr. samningsins varðandi 1.–5. gr. þessa samningsviðauka; og
     c.      2. mgr. 7 gr. skal falla brott.
    8. Samningsviðauki nr. 9 skal falla úr gildi.

3. grein.

    1. Samningsviðauki þessi skal liggja frammi til undirritunar aðildaríkjum Evrópuráðsins sem undirritað hafa samninginn og geta þau lýst samþykki sínu til að vera bundin af honum með:
     a.      undirritun án fyrirvara um fullgildingu, viðurkenningu eða samþykki; eða
     b.      undirritun með fyrirvara um fullgildingu, viðurkenningu eða samþykki og fullgildingu, viðurkenningu eða samþykki síðar.
    2. Fullgildingar-, viðurkenningar- eða samþykktarskjöl skulu afhent aðalframkvæmda stjóra Evrópuráðsins til vörslu.

4. grein.

    Samningsviðauki þessi skal öðlast gildi fyrsta dag þess mánaðar þegar liðið er eitt ár frá þeim degi er allir aðilar samningsins hafa lýst sig samþykka því að vera bundnir af honum í samræmi við ákvæði 3. gr. Frá þeim degi er allir aðilar samningsins hafa lýst samþykka því að vera bundnir af samningsviðaukanum getur farið fram kosning nýrra dómara og frekari ráð stafanir má gera til stofnunar nýja dómstólsins í samræmi við ákvæði þessa samningsviðauka.

5. grein.


    1. Kjörtímabil dómara, nefndarmanna mannréttindanefndarinnar, ritara og aðstoðarritara skal ljúka á gildistökudegi þessa samningsviðauka, sbr. þó ákvæði 3. og 4. mgr. hér á eftir.
    2. Kærur sem til meðferðar eru hjá mannréttindanefndinni og ekki hafa verið lýstar tækar á gildistöku þessa samningsviðauka skulu teknar til athugunar af dómstólnum í samræmi við ákvæði þessa samningsviðauka.
    3. Kærur sem hafa verið lýstar tækar á gildistökudegi þessa samningsviðauka skulu í eitt ár þaðan í frá vera áfram til meðferðar hjá nefndarmönnum mannréttindanefndarinnar. Vísa skal til dómstólsins þeim kærum sem ekki er lokið athugun á innan framgreinds tíma og skal hann taka þær til meðferðar sem tæk mál í samræmi við ákvæði þessa samningsviðauka.
    4. Að því er varðar kærur sem mannréttindanefndin hefur samþykkt skýrslu um í samræmi við ákvæði eldri 31. gr. samningsins eftir gildistöku þessa samningsviðauka skal skýrslan send málsaðilum. Þeim er ekki heimilt að birta hana. Vísa má máli til dómstólsins í samræmi við ákvæði þau sem giltu fyrir gildistöku ákvæða þessa samningsviðauka. Nefnd yfirdeildarinnar skal ákvarða hvort einhver deildanna eða yfirdeildin skuli úrskurða í málinu. Ef málið er úrskurðað af deild skal úrskurður deildarinnar vera endanlegur. Mál sem ekki er vísað til dómstólsins skal fjallað um af ráðherranefndinni sem þá starfar í samræmi við ákvæði eldri 32. gr. samningsins.
    5. Málum sem til meðferðar eru fyrir dómstólnum og ekki hefur verið úrskurðað í á gildis tökudegi þessa samningsviðauka skal vísað til yfirdeildar dómstólsins sem skal taka þau til meðferðar í samræmi við ákvæði þessa samningsviðauka.
    6. Málum sem til meðferðar eru fyrir ráðherranefndinni og ekki hefur verið úrskurðað um samkvæmt eldri 32. gr. samningsins á gildistökudegi þessa samningsviðauka skal lokið af ráð herranefndinni sem þá starfar í samræmi við fyrrgreinda grein.

6. grein.

    Þegar samningsaðili hefur gefið yfirlýsingu um að viðurkenna lögsögu mannréttindanefnd arinnar eða dómstólsins samkvæmt eldri 25. eða 46. gr. samningsins, sem varði einungis mál sem komið hafa upp eða byggjast á atburðum sem gerst hafa eftir að slík yfirlýsing hefur verið gefin, skal sú takmörkun þá halda gildi varðandi lögsögu dómstólsins samkvæmt þessum samningsviðauka.

7. grein.

    Aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins skal tilkynna aðildarríkjum um:
     1.      sérhverja undirritun;
     2.      afhendingu sérhvers fullgildingar-, viðurkenningar- eða samþykktarskjals;
     3.      gildistökudag þessa samningsviðauka eða sérhvers ákvæðis hans í samræmi við 4. gr.; og
     4.      sérhvern annan gerning, tilkynningu eða yfirlýsingu varðandi samningsviðauka þennan.
    Þessu til staðfestu hafa undirritaðir, sem til þess hafa fullt umboð, undirritað samningsvið auka þennan.

    Gjört í Strassborg, 11. maí 1994, á ensku og frönsku – jafngildir textar báðir – í einu eintaki sem varðveitt skal í skjalasafni Evrópuráðsins. Aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins skal senda staðfest endurrit til allra aðildarríkja Evrópuráðsins.

Viðauki.


    Fyrirsagnir sem bæta skal við greinar í texta samningsins um verndun mannréttinda og mannfrelsis og samningsviðauka við hann.

1. gr. – Skylda til að virða mannréttindi.
2. gr. – Réttur til lífs.
3. gr. – Bann við pyndingum.
4. gr. – Bann við þrældómi og nauðungarvinnu.
5. gr. – Réttur til frelsis og mannhelgi.
6. gr. – Réttur til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi.
7. gr. – Engin refsing án laga.
8. gr. – Friðhelgi einkalífs og fjölskyldu.
9. gr. – Hugsana-, samvisku- og trúfrelsi.
10. gr. – Tjáningarfrelsi.
11. gr. – Funda- og félagafrelsi.
12. gr. – Réttur til að stofna til hjúskapar.
13. gr. – Réttur til raunhæfs úrræðis til að leita réttar síns.
14. gr. – Bann við mismunun.
15. gr. – Skerðing réttinda á hættutímum.
16. gr. – Skorður við stjórnmálaumsvifum útlendinga.
17. gr. – Bann við misnotkun réttinda.
18. gr. – Takmörkun á skerðingu réttinda.
[…]
52. gr. – Fyrirspurnir aðalframkvæmdastjóra.
53. gr. – Verndun núverandi mannréttinda.
54. gr. – Vald ráðherranefndarinnar.
55. gr. – Útilokun annarra úrræða til að leysa úr ágreiningi.
56. gr. – Svæðisbundið gildissvið.
57. gr. – Fyrirvarar.
58. gr. – Uppsögn.
59. gr. – Undirritun og fullgilding.

Samningsviðauki nr. 1.
1. gr. – Friðhelgi eignarréttar.
2. gr. – Réttur til menntunar.
3. gr. – Réttur til frjálsra kosninga.
4. gr. – Svæðisbundið gildissvið.
5. gr. – Tengsl við samninginn.
6. gr. – Undirritun og fullgilding.

Samningsviðauki nr. 4.
1. gr. – Bann við skuldafangelsi.
2. gr. – Ferðafrelsi.
3. gr. – Bann við brottvísun eigin borgara.
4. gr. – Bann við hópbrottvísun útlendinga.
5. gr. – Svæðisbundið gildissvið.
6. gr. – Tengsl við samninginn.
7. gr. – Undirritun og fullgilding.

Samningsviðauki nr. 6.
1. gr. – Afnám dauðarefsingar.
2. gr. – Dauðarefsing á stríðstímum.
3. gr. – Bann við frávikum.
4. gr. – Bann við fyrirvörum.
5. gr. – Svæðisbundið gildissvið.
6. gr. – Tengsl við samninginn.
7. gr. – Undirritun og fullgilding.
8. gr. – Gildistaka.
9. gr. – Framlagningar.

Samningsviðauki nr. 7.
1. gr. – Réttarfarsreglur um brottvísun útlendinga.
2. gr. – Réttur til áfrýjunar sakamáls.
3. gr. – Bætur fyrir ranga sakfellingu.
4. gr. – Réttur til að vera ekki saksóttur eða refsað tvívegis.
5. gr. – Jafnrétti hjóna.
6. gr. – Svæðisbundið gildissvið.
7. gr. – Tengsl við samninginn.
8. gr. – Undirritun og fullgilding.
9. gr. – Gildistaka.
10. gr. – Framlagningar. Fylgiskjal II.



PROTOCOL No. 11
TO THE CONVENTION FOR THE PROTECTION OF HUMAN RIGHTS
AND FUNDAMENTAL FREEDOMS, RESTRUCTURING THE CONTROL
MACHINERY ESTABLISHED THEREBY


    The member States of the Council of Europe, signatories to this Protocol to the Convention for the Protection of Human Rights and Fundamental Freedoms, signed at Rome on 4 November 1950 (hereinafter referred to as “the Convention”),
    Considering the urgent need to restructure the control machinery established by the Con vention in order to maintain and improve the efficiency of its protection of human rights and fundamental freedoms, mainly in view of the increase in the number of applications and the growing membership of the Council of Europe;
    Considering that it is therefore desirable to amend certain provisions of the Convention with a view, in particular, to replacing the existing European Commission and Court of Human Rights with a new permanent Court;
    Having regard to Resolution No. 1 adopted at the European Ministerial Conference on Human Rights, held in Vienna on 19 and 20 March 1985;
    Having regard to Recommendation 1194 (1992), adopted by the Parliamentary Assembly of the Council of Europe on 6 October 1992;
    Having regard to the decision taken on reform of the Convention control machinery by the Heads of State and Government of the Council of Europe member States in the Vienna Declaration on 9 October 1993,
    Have agreed as follows:

Article 1


     The existing text of Sections II to IV of the Convention (Articles 19 to 56) and Protocol No. 2 conferring upon the European Court of Human Rights competence to give advisory opinions shall be replaced by the following Section II of the Convention (Articles 19 to 51):

Section II
European Court of Human Rights

Article 19
Establishment of the Court

    To ensure the observance of the engagements undertaken by the High Contracting Parties in the Convention and the protocols thereto, there shall be set up a European Court of Human Rights, hereinafter referred to as “the Court”. It shall function on a permanent basis.

Article 20
Number of judges

    The Court shall consist of a number of judges equal to that of the High Contracting Parties.

Article 21
Criteria for office

    1. The judges shall be of high moral character and must either possess the qualifications required for appointment to high judicial office or be jurisconsults of recognised competence.
    2. The judges shall sit on the Court in their individual capacity.
    3. During their term of office the judges shall not engage in any activity which is incompatible with their independence, impartiality or with the demands of a full-time office; all questions arising from the application of this paragraph shall be decided by the Court.

Article 22
Election of judges

    1. The judges shall be elected by the Parliamentary Assembly with respect to each High Contracting Party by a majority of votes cast from a list of three candidates nominated by the High ContractingParty.
    2. The same procedure shall be followed to complete the Court in the event of the accession of new High Contracting Parties and in filling casual vacancies.

Article 23
Terms of office

    1. The judges shall be elected for a period of six years. They may be re-elected. However, the terms of office of one-half of the judges elected at the first election shall expire at the end of three years.
    2. The judges whose terms of office are to expire at the end of the initial period of three years shall be chosen by lot by the Secretary General of the Council of Europe immediately after their election.
    3. In order to ensure that, as far as possible, the terms of office of one-half of the judges are renewed every three years, the Parliamentary Assembly may decide, before proceeding to any subsequent election, that the term or terms of office of one or more judges to be elected shall be for a period other than six years but not more than nine and not less than three years.
    4. In cases where more than one term of office is involved and where the Parliamentary Assembly applies the preceding paragraph, the allocation of the terms of office shall be effec ted by a drawing of lots by the Secretary General of the Council of Europe immediately after the election.
    5. A judge elected to replace a judge whose term of office has not expired shall hold office for the remainder of his predecessor's term.
    6. The terms of office of judges shall expire when they reach the age of 70.
    7. The judges shall hold office until replaced. They shall, however, continue to deal with such cases as they already have under consideration.

Article 24
Dismissal

    No judge may be dismissed from his office unless the other judges decide by a majority of two-thirds that he has ceased to fulfil the required conditions.

Article 25
Registry and legal secretaries

    The Court shall have a registry, the functions and organisation of which shall be laid down in the rules of the Court. The Court shall be assisted by legal secretaries.

Article 26
Plenary Court

    The plenary Court shall
     a      elect its President and one or two Vice-Presidents for a period of three years; they may be re-elected;
     b      set up Chambers, constituted for a fixed period of time;
     c      elect the Presidents of the Chambers of the Court; they may be re-elected;
     d      adopt the rules of the Court; and
     e      elect the Registrar and one or more Deputy Registrars.

Article 27
Committees, Chambers and Grand Chamber

    1. To consider cases brought before it, the Court shall sit in committees of three judges, in Chambers of seven judges and in a Grand Chamber of seventeen judges. The Court's Chambers shall set up committees for a fixed period of time.
    2. There shall sit as an ex officio member of the Chamber and the Grand Chamber the judge elected in respect of the State Party concerned or, if there is none or if he is unable to sit, a person of its choice who shall sit in the capacity of judge.
    3. The Grand Chamber shall also include the President of the Court, the Vice-Presidents, the Presidents of the Chambers and other judges chosen in accordance with the rules of the Court. When a case is referred to the Grand Chamber under Article 43, no judge from the Chamber which rendered the judgment shall sit in the Grand Chamber, with the exception of the President of the Chamber and the judge who sat in respect of the State Party concerned.

Article 28
Declarations of inadmissibility by committees

    A committee may, by a unanimous vote, declare inadmissible or strike out of its list of cases an individual application submitted under Article 34 where such a decision can be taken without further examination. The decision shall be final.

Article 29
Decisions by Chambers on admissibility and merits

    1. If no decision is taken under Article 28, a Chamber shall decide on the admissibility and merits of individual applications submitted under Article 34.
    2. A Chamber shall decide on the admissibility and merits of inter-State applications sub mitted under Article 33.
    3. The decision on admissibility shall be taken separately unless the Court, in exceptional cases, decides otherwise.

Article 30
Relinquishment of jurisdiction to the Grand Chamber

    Where a case pending before a Chamber raises a serious question affecting the interpreta tion of the Convention or the protocols thereto, or where the resolution of a question before the Chamber might have a result inconsistent with a judgment previously delivered by the Court, the Chamber may, at any time before it has rendered its judgment, relinquish jurisdiction in favour of the Grand Chamber, unless one of the parties to the case objects.

Article 31
Powers of the Grand Chamber

    The Grand Chamber shall
     a      determine applications submitted either under Article 33 or Article 34 when a Chamber has relinquished jurisdiction under Article 30 or when the case has been referred to it under Article 43; and
     b      consider requests for advisory opinions submitted under Article 47.

Article 32
Jurisdiction of the Court

    1. The jurisdiction of the Court shall extend to all matters concerning the interpretation and application of the Convention and the protocols thereto which are referred to it as provided in Articles 33, 34 and 47.
    2. In the event of dispute as to whether the Court has jurisdiction, the Court shall decide.

Article 33
Inter-State cases

    Any High Contracting Party may refer to the Court any alleged breach of the provisions of the Convention and the protocols thereto by another High Contracting Party.

Article 34
Individual applications

    The Court may receive applications from any person, non-governmental organisation or group of individuals claiming to be the victim of a violation by one of the High Contracting Parties of the rights set forth in the Convention or the protocols thereto. The High Contracting Parties undertake not to hinder in any way the effective exercise of this right.

Article 35
Admissibility criteria

    1. The Court may only deal with the matter after all domestic remedies have been exhaust ed, according to the generally recognised rules of international law, and within a period of six months from the date on which the final decision was taken.
    2. The Court shall not deal with any individual application submitted under Article 34 that
     a      is anonymous; or
     b      is substantially the same as a matter that has already been examined by the Court or has already been submitted to another procedure of international investigation or settlement and contains no relevant new information.
    3. The Court shall declare inadmissible any individual application submitted under Article 34 which it considers incompatible with the provisions of the Convention or the protocols thereto, manifestly ill-founded, or an abuse of the right of application.
    4. The Court shall reject any application which it considers inadmissible under this Article. It may do so at any stage of the proceedings.

Article 36
Third-party intervention

    1. In all cases before a Chamber or the Grand Chamber, a High Contracting Party one of whose nationals is an applicant shall have the right to submit written comments and to take part in hearings.
    2. The President of the Court may, in the interest of the proper administration of justice, invite any High Contracting Party which is not a party to the proceedings or any person concerned who is not the applicant to submit written comments or take part in hearings.

Article 37
Striking out applications

    1. The Court may at any stage of the proceedings decide to strike an application out of its list of cases where the circumstances lead to the conclusion that
     a      the applicant does not intend to pursue his application; or
     b      the matter has been resolved; or
     c      for any other reason established by the Court, it is no longer justified to continue the examination of the application.
However, the Court shall continue the examination of the application if respect for human rights as defined in the Convention and the protocols thereto so requires.
    2. The Court may decide to restore an application to its list of cases if it considers that the circumstances justify such a course.

Article 38
Examination of the case and friendly settlement proceedings

    1. If the Court declares the application admissible, it shall
     a      pursue the examination of the case, together with the representatives of the parties, and if need be, undertake an investigation, for the effective conduct of which the States con cerned shall furnish all necessary facilities;
     b      place itself at the disposal of the parties concerned with a view to securing a friendly settlement of the matter on the basis of respect for human rights as defined in the Con vention and the protocols thereto.
    2. Proceedings conducted under paragraph 1.b shall be confidential.

Article 39
Finding of a friendly settlement

    If a friendly settlement is effected, the Court shall strike the case out of its list by means of a decision which shall be confined to a brief statement of the facts and of the solution reached.

Article 40
Public hearings and access to documents

    1. Hearings shall be public unless the Court in exceptional circumstances decides other wise.
    2. Documents deposited with the Registrar shall be accessible to the public unless the President of the Court decides otherwise.

Article 41
Just satisfaction

    If the Court finds that there has been a violation of the Convention or the protocols thereto, and if the internal law of the High Contracting Party concerned allows only partial reparation to be made, the Court shall, if necessary, afford just satisfaction to the injured party.

Article 42
Judgments of Chambers

    Judgments of Chambers shall become final in accordance with the provisions of Article 44, paragraph 2.

Article 43
Referral to the Grand Chamber

    1. Within a period of three months from the date of the judgment of the Chamber, any party to the case may, in exceptional cases, request that the case be referred to the Grand Chamber.
    2. A panel of five judges of the Grand Chamber shall accept the request if the case raises a serious question affecting the interpretation or application of the Convention or the protocols thereto, or a serious issue of general importance.
    3. If the panel accepts the request, the Grand Chamber shall decide the case by means of a judgment.

Article 44
Final judgments

    1. The judgment of the Grand Chamber shall be final.
    2. The judgment of a Chamber shall become final
     a      when the parties declare that they will not request that the case be referred to the Grand Chamber; or
     b      three months after the date of the judgment, if reference of the case to the Grand Chamber has not been requested; or
     c      when the panel of the Grand Chamber rejects the request to refer under Article 43.
    3. The final judgment shall be published.

Article 45
Reasons for judgments and decisions

    1. Reasons shall be given for judgments as well as for decisions declaring applications admissible or inadmissible.
    2. If a judgment does not represent, in whole or in part, the unanimous opinion of the judges, any judge shall be entitled to deliver a separate opinion.

Article 46
Binding force and execution of judgments

    1. The High Contracting Parties undertake to abide by the final judgment of the Court in any case to which they are parties.
    2. The final judgment of the Court shall be transmitted to the Committee of Ministers, which shall supervise its execution.

Article 47
Advisory opinions

    1. The Court may, at the request of the Committee of Ministers, give advisory opinions on legal questions concerning the interpretation of the Convention and the protocols thereto.
    2. Such opinions shall not deal with any question relating to the content or scope of the rights or freedoms defined in Section I of the Convention and the protocols thereto, or with any other question which the Court or the Committee of Ministers might have to consider in consequence of any such proceedings as could be instituted in accordance with the Convention.
    3. Decisions of the Committee of Ministers to request an advisory opinion of the Court shall require a majority vote of the representatives entitled to sit on the Committee.

Article 48
Advisory jurisdiction of the Court

    The Court shall decide whether a request for an advisory opinion submitted by the Com mittee of Ministers is within its competence as defined in Article 47.

Article 49
Reasons for advisory opinions

    1. Reasons shall be given for advisory opinions of the Court.
    2. If the advisory opinion does not represent, in whole or in part, the unanimous opinion of the judges, any judge shall be entitled to deliver a separate opinion.
    3. Advisory opinions of the Court shall be communicated to the Committee of Ministers.

Article 50
Expenditure on the Court

    The expenditure on the Court shall be borne by the Council of Europe.

Article 51
Privileges and immunities of judges

    The judges shall be entitled, during the exercise of their functions, to the privileges and immunities provided for in Article 40 of the Statute of the Council of Europe and in the agreements made thereunder.”

Article 2


    1. Section V of the Convention shall become Section III of the Convention; Article 57 of the Convention shall become Article 52 of the Convention; Articles 58 and 59 of the Convention shall be deleted, and Articles 60 to 66 of the Convention shall become Articles 53 to 59 of the Convention respectively.
    2. Section I of the Convention shall be entitled “Rights and freedoms” and new Section III of the Convention shall be entitled “Miscellaneous provisions”. Articles 1 to 18 and new Articles 52 to 59 of the Convention shall be provided with headings, as listed in the appendix to this Protocol.
    3. In new Article 56, in paragraph 1, the words “, subject to paragraph 4 of this Article,” shall be inserted after the word “shall”; in paragraph 4, the words “Commission to receive petitions” and “in accordance with Article 25 of the present Convention” shall be replaced by the words “Court to receive applications” and “as provided in Article 34 of the Convention” respectively.
    In new Article 58, paragraph 4, the words “Article 63” shall be replaced by the words “Article 56”.
    4. The Protocol to the Convention shall be amended as follows
     a      the Articles shall be provided with the headings listed in the appendix to the present Protocol; and
     b      in Article 4, last sentence, the words “of Article 63” shall be replaced by the words “of Article 56”.
    5. Protocol No. 4 shall be amended as follows
     a      the Articles shall be provided with the headings listed in the appendix to the present Protocol;
     b      in Article 5, paragraph 3, the words “of Article 63” shall be replaced by the words “of Article 56”; a new paragraph 5 shall be added, which shall read
                  “Any State which has made a declaration in accordance with paragraph 1 or 2 of this Article may at any time thereafter declare on behalf of one or more of the territories to which the declaration relates that it accepts the competence of the Court to receive applications from individuals, non-governmental organisations or groups of individuals as provided in Article 34 of the Convention in respect of all or any of Articles 1 to 4 of this Protocol.”; and
     c      paragraph 2 of Article 6 shall be deleted.
    6. Protocol No. 6 shall be amended as follows
     a      the Articles shall be provided with the headings listed in the appendix to the present Protocol; and
     b      in Article 4 the words “under Article 64” shall be replaced by the words “under Article 57”.
    7. Protocol No. 7 shall be amended as follows
     a      the Articles shall be provided with the headings listed in the appendix to the present Protocol;
     b      in Article 6, paragraph 4, the words “of Article 63” shall be replaced by the words “of Article 56”; a new paragraph 6 shall be added, which shall read
                  “Any State which has made a declaration in accordance with paragraph 1 or 2 of this Article may at any time thereafter declare on behalf of one or more of the territories to which the declaration relates that it accepts the competence of the Court to receive applications from individuals, non-governmental organisations or groups of individuals as provided in Article 34 of the Convention in respect of Articles 1 to 5 of this Protocol.”; and
     c      paragraph 2 of Article 7 shall be deleted.
    8. Protocol No. 9 shall be repealed.

Article 3


    1. This Protocol shall be open for signature by member States of the Council of Europe signatories to the Convention, which may express their consent to be bound by
     a      signature without reservation as to ratification, acceptance or approval; or
     b      signature subject to ratification, acceptance or approval, followed by ratification, acceptance or approval.
    2. The instruments of ratification, acceptance or approval shall be deposited with the Secretary General of the Council of Europe.

Article 4


    This Protocol shall enter into force on the first day of the month following the expiration of a period of one year after the date on which all Parties to the Convention have expressed their consent to be bound by the Protocol in accordance with the provisions of Article 3. The election of new judges may take place, and any further necessary steps may be taken to establish the new Court, in accordance with the provisions of this Protocol from the date on which all Parties to the Convention have expressed their consent to be bound by the Protocol.

Article 5


    1. Without prejudice to the provisions in paragraphs 3 and 4 below, the terms of office of the judges, members of the Commission, Registrar and Deputy Registrar shall expire at the date of entry into force of this Protocol.
    2. Applications pending before the Commission which have not been declared admissible at the date of the entry into force of this Protocol shall be examined by the Court in accordance with the provisions of this Protocol.
    3. Applications which have been declared admissible at the date of entry into force of this Protocol shall continue to be dealt with by members of the Commission within a period of one year thereafter. Any applications the examination of which has not been completed within the aforesaid period shall be transmitted to the Court which shall examine them as admissible cases in accordance with the provisions of this Protocol.
    4. With respect to applications in which the Commission, after the entry into force of this Protocol, has adopted a report in accordance with former Article 31 of the Convention, the report shall be transmitted to the parties, who shall not be at liberty to publish it. In accordance with the provisions applicable prior to the entry into force of this Protocol, a case may be referred to the Court. The panel of the Grand Chamber shall determine whether one of the Chambers or the Grand Chamber shall decide the case. If the case is decided by a Chamber, the decision of the Chamber shall be final. Cases not referred to the Court shall be dealt with by the Committee of Ministers acting in accordance with the provisions of former Article 32 of the Convention.
    5. Cases pending before the Court which have not been decided at the date of entry into force of this Protocol shall be transmitted to the Grand Chamber of the Court, which shall examine them in accordance with the provisions of this Protocol.
    6. Cases pending before the Committee of Ministers which have not been decided under former Article 32 of the Convention at the date of entry into force of this Protocol shall be completed by the Committee of Ministers acting in accordance with that Article.

Article 6


    Where a High Contracting Party had made a declaration recognising the competence of the Commission or the jurisdiction of the Court under former Article 25 or 46 of the Convention with respect to matters arising after or based on facts occurring subsequent to any such declaration, this limitation shall remain valid for the jurisdiction of the Court under this Protocol.

Article 7


    The Secretary General of the Council of Europe shall notify the member States of the Council of
     a      any signature;
     b      the deposit of any instrument of ratification, acceptance or approval;
     c      the date of entry into force of this Protocol or of any of its provisions in accordance with Article 4; and
     d      any other act, notification or communication relating to this Protocol.
    In witness whereof, the undersigned, being duly authorised thereto, have signed this Protocol.

    Done at Strasbourg, this 11th day of May 1994, in English and French, both texts being equally authentic, in a single copy which shall be deposited in the archives of the Council of Europe. The Secretary General of the Council of Europe shall transmit certified copies to each member State of the Council of Europe.

Appendix


    Headings of articles to be inserted into the text of the Convention for the Protection of Human Rights and Fundamental Freedoms and its protocols.

Article 1 – Obligation to respect human rights
Article 2 – Right to life
Article 3 – Prohibition of torture
Article 4 – Prohibition of slavery and forced labour
Article 5 – Right to liberty and security
Article 6 – Right to a fair trial
Article 7 – No punishment without law
Article 8 – Right to respect for private and family life
Article 9 – Freedom of thought, conscience and religion
Article 10 – Freedom of expression
Article 11 – Freedom of assembly and association
Article 12 – Right to marry
Article 13 – Right to an effective remedy
Article 14 – Prohibition of discrimination
Article 15 – Derogation in time of emergency
Article 16 – Restrictions on political activity of aliens
Article 17 – Prohibition of abuse of rights
Article 18 – Limitation on use of restrictions on rights
[…]
Article 52 – Enquiries by the Secretary General
Article 53 – Safeguard for existing human rights
Article 54 – Powers of the Committee of Ministers
Article 55 – Exclusion of other means of dispute settlement
Article 56 – Territorial application
Article 57 – Reservations
Article 58 – Denunciation
Article 59 – Signature and ratification

Protocol
Article 1 – Protection of property
Article 2 – Right to education
Article 3 – Right to free elections
Article 4 – Territorial application
Article 5 – Relationship to the Convention
Article 6 – Signature and ratification

Protocol No. 4
Article 1 – Prohibition of imprisonment for debt
Article 2 – Freedom of movement
Article 3 – Prohibition of expulsion of nationals
Article 4 – Prohibition of collective expulsion of aliens
Article 5 – Territorial application
Article 6 – Relationship to the Convention
Article 7 – Signature and ratification

Protocol No. 6
Article 1 – Abolition of the death penalty
Article 2 – Death penalty in time of war
Article 3 – Prohibition of derogations
Article 4 – Prohibition of reservations
Article 5 – Territorial application
Article 6 – Relationship to the Convention
Article 7 – Signature and ratification
Article 8 – Entry into force
Article 9 – Depositary functions

Protocol No. 7
Article 1 – Procedural safeguards relating to expulsion of aliens
Article 2 – Right of appeal in criminal matters
Article 3 – Compensation for wrongful conviction
Article 4 – Right not to be tried or punished twice
Article 5 – Equality between spouses
Article 6 – Territorial application
Article 7 – Relationship to the Convention
Article 8 – Signature and ratification
Article 9 – Entry into force
Article 10 – Depositary functions



Fylgiskjal III.



PROTOCOLE N° 11
À LA CONVENTION DE SAUVEGARDE DES DROITS DE L'HOMME ET
DES LIBERTÉS FONDAMENTALES, PORTANT RESTRUCTURATION DU
MÉCANISME DE CONTRÔLE ÉTABLI PAR LA CONVENTION


    Les Etats membres du Conseil de l'Europe, signataires du présent Protocole à la Convention de sauvegarde des Droits de l'Homme et des Libertés fondamentales, signée à Rome le 4 novembre 1950 (ci-après dénommée «la Convention»),
    Considérant qu'il est nécessaire et urgent de restructurer le mécanisme de contrôle établi par la Convention afin de maintenir et de renforcer l'efficacité de la protection des droits de l'homme et des libertés fondamentales prévue par la Convention, en raison principalement de l'augmentation des requêtes et du nombre croissant des membres du Conseil de l'Europe;
    Considérant qu'il convient par conséquent d'amender certaines dispositions de la Conven tion en vue, notamment, de remplacer la Commission et la Cour européennes des Droits de l'Homme existantes par une nouvelle Cour permanente;
    Vu la Résolution n° 1 adoptée lors de la Conférence ministérielle européenne sur les droits de l'homme, tenue à Vienne les 19 et 20 mars 1985;
    Vu la Recommandation 1194 (1992), adoptée par l'Assemblée parlementaire du Conseil de l'Europe le 6 octobre 1992;
    Vu la décision prise sur la réforme du mécanisme de contrôle de la Convention par les Chefs d'Etat et de Gouvernement des Etats membres du Conseil de l'Europe dans la Déclarati on de Vienne du 9 octobre 1993,
    Sont convenus de ce qui suit:

Article 1


    Le texte des titres II à IV de la Convention (articles 19 à 56) et le Protocole n° 2 attribuant à la Cour européenne des Droits de l'Homme la compétence de donner des avis consultatifs sont remplacés par le titre II suivant de la Convention (articles 19 à 51):

« Titre II
Cour européenne des Droits de l'Homme

Article 19
Institution de la Cour

    Afin d'assurer le respect des engagements résultant pour les Hautes Parties contractantes de la présente Convention et de ses protocoles, il est institué une Cour européenne des Droits de l'Homme, ci-dessous nommée «la Cour». Elle fonctionne de façon permanente.

Article 20
Nombre de juges

    La Cour se compose d'un nombre de juges égal à celui des Hautes Parties contractantes.

Article 21
Conditions d'exercice des fonctions

    1. Les juges doivent jouir de la plus haute considération morale et réunir les conditions requises pour l'exercice de hautes fonctions judiciaires ou être des jurisconsultes possédant une compétence notoire.
    2. Les juges siègent à la Cour à titre individuel.
    3. Pendant la durée de leur mandat, les juges ne peuvent exercer aucune activité incompat ible avec les exigences d'indépendance, d'impartialité ou de disponibilité requise par une activité exercée à plein temps; toute question soulevée en application de ce paragraphe est tranchée par la Cour.

Article 22
Election des juges

    1. Les juges sont élus par l'Assemblée parlementaire au titre de chaque Haute Partie contractante, à la majorité des voix exprimées, sur une liste de trois candidats présentés par la Haute Partie contractante.
    2. La même procédure est suivie pour compléter la Cour en cas d'adhésion de nouvelles Hautes Parties contractantes et pourvoir les sièges devenus vacants.

Article 23
Durée du mandat

    1. Les juges sont élus pour une durée de six ans. Ils sont rééligibles. Toutefois, les mandats d'une moitié des juges désignés lors de la première élection prendront fin au bout de trois ans.
    2. Les juges dont le mandat prendra fin au terme de la période initiale de trois ans sont désignés par tirage au sort effectué par le Secrétaire Général du Conseil de l'Europe, immédiatement après leur élection.
    3. Afin d'assurer, dans la mesure du possible, le renouvellement des mandats d'une moitié des juges tous les trois ans, l'Assemblée parlementaire peut, avant de procéder à toute élection ultérieure, décider qu'un ou plusieurs mandats des juges à élire auront une durée autre que celle de six ans, sans qu'elle puisse toutefois excéder neuf ans ou être inférieure à trois ans.
    4. Dans le cas où il y a lieu de conférer plusieurs mandats et où l'Assemblée parlementaire fait application du paragraphe précédent, la répartition des mandats s'opère suivant un tirage au sort effectué par le Secrétaire Général du Conseil de l'Europe immédiatement après l'élection.
    5. Le juge élu en remplacement d'un juge dont le mandat n'est pas expiré achève le mandat de son prédécesseur.
    6. Le mandat des juges s'achève dès qu'ils atteignent l'âge de 70 ans.
    7. Les juges restent en fonctions jusqu'à leur remplacement. Ils continuent toutefois de connaître des affaires dont ils sont déjà saisis.

Article 24
Révocation

    Un juge ne peut être relevé de ses fonctions que si les autres juges décident, à la majorité des deux tiers, qu'il a cessé de répondre aux conditions requises.

Article 25
Greffe et référendaires

    La Cour dispose d'un greffe dont les tâches et l'organisation sont fixées par le règlement de la Cour. Elle est assistée de référendaires.

Article 26
Assemblée plénière de la Cour

    La Cour réunie en Assemblée plénière
     a      élit, pour une durée de trois ans, son président et un ou deux vice-présidents; ils sont rééligibles;
     b      constitue des Chambres pour une période déterminée;
     c      élit les présidents des Chambres de la Cour, qui sont rééligibles;
     d      adopte le règlement de la Cour; et
     e      élit le greffier et un ou plusieurs greffiers adjoints.

Article 27
Comités, Chambres et Grande Chambre

    1. Pour l'examen des affaires portées devant elle, la Cour siège en comités de trois juges, en Chambres de sept juges et en une Grande Chambre de dix-sept juges. Les Chambres de la Cour constituent les comités pour une période déterminée.
    2. Le juge élu au titre d'un Etat partie au litige est membre de droit de la Chambre et de la Grande Chambre; en cas d'absence de ce juge, ou lorsqu'il n'est pas en mesure de siéger, cet Etat partie désigne une personne qui siège en qualité de juge.
    3. Font aussi partie de la Grande Chambre le président de la Cour, les vice-présidents, les présidents des Chambres et d'autres juges désignés conformément au règlement de la Cour. Quand l'affaire est déférée à la Grande Chambre en vertu de l'article 43, aucun juge de la Chambre qui a rendu l'arrêt ne peut y siéger, à l'exception du président de la Chambre et du juge ayant siégé au titre de l'Etat partie intéressé.

Article 28
Déclarations d'irrecevabilité par les comités

    Un comité peut, par vote unanime, déclarer irrecevable ou rayer du rôle une requête individuelle introduite en vertu de l'article 34 lorsqu'une telle décision peut être prise sans examen complémentaire. La décision est définitive.

Article 29
Décisions des Chambres sur la recevabilité et le fond

    1. Si aucune décision n'a été prise en vertu de l'article 28, une Chambre se prononce sur la recevabilité et le fond des requêtes individuelles introduites en vertu de l'article 34.
    2. Une Chambre se prononce sur la recevabilité et le fond des requêtes étatiques introduites en vertu de l'article 33.
    3. Sauf décision contraire de la Cour dans des cas exceptionnels, la décision sur la recevabilité est prise séparément.

Article 30
Dessaisissement en faveur de la Grande Chambre

    Si l'affaire pendante devant une Chambre soulève une question grave relative à l'interprétation de la Convention ou de ses protocoles, ou si la solution d'une question peut conduire à une contradiction avec un arrêt rendu antérieurement par la Cour, la Chambre peut, tant qu'elle n'a pas rendu son arrêt, se dessaisir au profit de la Grande Chambre, à moins que l'une des parties ne s'y oppose.

Article 31
Attributions de la Grande Chambre

    La Grande Chambre
     a      se prononce sur les requêtes introduites en vertu de l'article 33 ou de l'article 34 lorsque l'affaire lui a été déférée par la Chambre en vertu de l'article 30 ou lorsque l'affaire lui a été déférée en vertu de l'article 43; et
     b      examine les demandes d'avis consultatifs introduites en vertu de l'article 47.

Article 32
Compétence de la Cour

    1. La compétence de la Cour s'étend à toutes les questions concernant l'interprétation et l'application de la Convention et de ses protocoles qui lui seront soumises dans les conditions prévues par les articles 33, 34 et 47.
    2.En cas de contestation sur le point de savoir si la Cour est compétente, la Cour décide.

Article 33
Affaires interétatiques

    Toute Haute Partie contractante peut saisir la Cour de tout manquement aux dispositions de la Convention et de ses protocoles qu'elle croira pouvoir être imputé à une autre Haute Partie contractante.

Article 34
Requêtes individuelles

    La Cour peut être saisie d'une requête par toute personne physique, toute organisation non gouvernementale ou tout groupe de particuliers qui se prétend victime d'une violation par l'une des Hautes Parties contractantes des droits reconnus dans la Convention ou ses protocoles. Les Hautes Parties contractantes s'engagent à n'entraver par aucune mesure l'exercice efficace de ce droit.

Article 35
Conditions de recevabilité

    1. La Cour ne peut être saisie qu'après l'épuisement des voies de recours internes, tel qu'il est entendu selon les principes de droit international généralement reconnus, et dans un délai de six mois à partir de la date de la décision interne définitive.
    2. La Cour ne retient aucune requête individuelle introduite en application de l'article 34, lorsque
     a      elle est anonyme; ou
     b      elle est essentiellement la même qu'une requête précédemment examinée par la Cour ou déjà soumise à une autre instance internationale d'enquête ou de règlement, et si elle ne contient pas de faits nouveaux.
    3. La Cour déclare irrecevable toute requête individuelle introduite en application de l'article 34, lorsqu'elle estime la requête incompatible avec les dispositions de la Convention ou de ses protocoles, manifestement mal fondée ou abusive.
    4. La Cour rejette toute requête qu'elle considère comme irrecevable en application du présent article. Elle peut procéder ainsi à tout stade de la procédure.

Article 36
Tierce intervention

    1. Dans toute affaire devant une Chambre ou la Grande Chambre, une Haute Partie contractante dont un ressortissant est requérant a le droit de présenter des observations écrites et de prendre part aux audiences.
    2. Dans l'intérêt d'une bonne administration de la justice, le président de la Cour peut inviter toute Haute Partie contractante qui n'est pas partie à l'instance ou toute personne intéressée autre que le requérant à présenter des observations écrites ou à prendre part aux audiences.

Article 37
Radiation

    1. A tout moment de la procédure, la Cour peut décider de rayer une requête du rôle lorsque les circonstances permettent de conclure
     a      que le requérant n'entend plus la maintenir; ou
     b      que le litige a été résolu; ou
     c      que, pour tout autre motif dont la Cour constate l'existence, il ne se justifie plus de poursuivre l'examen de la requête.
Toutefois, la Cour poursuit l'examen de la requête si le respect des droits de l'homme garantis par la Convention et ses protocoles l'exige.
    2. La Cour peut décider la réinscription au rôle d'une requête lorsqu'elle estime que les circonstances le justifient.

Article 38
Examen contradictoire de l'affaire et procédure de règlement amiable

    1. Si la Cour déclare une requête recevable, elle
     a      poursuit l'examen contradictoire de l'affaire avec les représentants des parties et, s'il y a lieu, procède à une enquête pour la conduite efficace de laquelle les Etats intéressés fourniront toutes facilités nécessaires;
     b      se met à la disposition des intéressés en vue de parvenir à un règlement amiable de l'affaire s'inspirant du respect des droits de l'homme tels que les reconnaissent la Convention et ses protocoles.
    2. La procédure décrite au paragraphe 1.b est confidentielle.

Article 39
Conclusion d'un règlement amiable

    En cas de règlement amiable, la Cour raye l'affaire du rôle par une décision qui se limite à un bref exposé des faits et de la solution adoptée.

Article 40
Audience publique et accès aux documents

    1. L'audience est publique à moins que la Cour n'en décide autrement en raison de circonstances exceptionnelles.
    2. Les documents déposés au greffe sont accessibles au public à moins que le président de la Cour n'en décide autrement.

Article 41
Satisfaction équitable

    Si la Cour déclare qu'il y a eu violation de la Convention ou de ses protocoles, et si le droit interne de la Haute Partie contractante ne permet d'effacer qu'imparfaitement les conséquen ces de cette violation, la Cour accorde à la partie lésée, s'il y a lieu, une satisfaction équitable.

Article 42
Arrêts des Chambres

    Les arrêts des Chambres deviennent définitifs conformément aux dispositions de l'article 44, paragraphe 2.

Article 43
Renvoi devant la Grande Chambre

    1. Dans un délai de trois mois à compter de la date de l'arrêt d'une Chambre, toute partie à l'affaire peut, dans des cas exceptionnels, demander le renvoi de l'affaire devant la Grande Chambre.
    2. Un collège de cinq juges de la Grande Chambre accepte la demande si l'affaire soulève une question grave relative à l'interprétation ou à l'application de la Convention ou de ses protocoles, ou encore une question grave de caractère général.
    3. Si le collège accepte la demande, la Grande Chambre se prononce sur l'affaire par un arrêt.

Article 44
Arrêts définitifs

    1. L'arrêt de la Grande Chambre est définitif.
    2. L'arrêt d'une Chambre devient définitif
     a      lorsque les parties déclarent qu'elles ne demanderont pas le renvoi de l'affaire devant la Grande Chambre; ou
     b      trois mois après la date de l'arrêt, si le renvoi de l'affaire devant la Grande Chambre n'a pas été demandé; ou
     c      lorsque le collège de la Grande Chambre rejette la demande de renvoi formulée en application de l'article 43.
    3. L'arrêt définitif est publié.

Article 45
Motivation des arrêts et décisions

    1. Les arrêts, ainsi que les décisions déclarant des requêtes recevables ou irrecevables, sont motivés.
    2. Si l'arrêt n'exprime pas en tout ou en partie l'opinion unanime des juges, tout juge a le droit d'y joindre l'exposé de son opinion séparée.

Article 46
Force obligatoire et exécution des arrêts

    1. Les Hautes Parties contractantes s'engagent à se conformer aux arrêts définitifs de la Cour dans les litiges auxquels elles sont parties.
    2. L'arrêt définitif de la Cour est transmis au Comité des Ministres qui en surveille l'exécution.

Article 47
Avis consultatifs

    1. La Cour peut, à la demande du Comité des Ministres, donner des avis consultatifs sur des questions juridiques concernant l'interprétation de la Convention et de ses protocoles.
    2. Ces avis ne peuvent porter ni sur les questions ayant trait au contenu ou à l'étendue des droits et libertés définis au titre I de la Convention et dans les protocoles ni sur les autres questions dont la Cour ou le Comité des Ministres pourraient avoir à connaître par suite de l'introduction d'un recours prévu par la Convention.
    3. La décision du Comité des Ministres de demander un avis à la Cour est prise par un vote à la majorité des représentants ayant le droit de siéger au Comité.

Article 48
Compétence consultative de la Cour

    La Cour décide si la demande d'avis consultatif présentée par le Comité des Ministres relève de sa compétence telle que définie par l'article 47.

Article 49
Motivation des avis consultatifs

    1. L'avis de la Cour est motivé.
    2. Si l'avis n'exprime pas en tout ou en partie l'opinion unanime des juges, tout juge a le droit d'y joindre l'exposé de son opinion séparée.
    3. L'avis de la Cour est transmis au Comité des Ministres.

Article 50
Frais de fonctionnement de la Cour

Les frais de fonctionnement de la Cour sont à la charge du Conseil de l'Europe.

Article 51
Privilèges et immunités des juges

    Les juges jouissent, pendant l'exercice de leurs fonctions, des privilèges et immunités prévus à l'article 40 du Statut du Conseil de l'Europe et dans les accords conclus au titre de cet article.»

Article 2

    1. Le titre V de la Convention devient le titre III de la Convention; l'article 57 de la Convention devient l'article 52 de la Convention; les articles 58 et 59 de la Convention sont supprimés, et les articles 60 à 66 de la Convention deviennent respectivement les articles 53 à 59 de la Convention.
    2. Le titre I de la Convention s'intitule «Droits et libertés» et le nouveau titre III «Disposi tions diverses». Les intitulés figurant à l'annexe du présent Protocole ont été attribués aux articles 1 à 18 et aux nouveaux articles 52 à 59 de la Convention.
    3. Dans le nouvel article 56, au paragraphe 1, insérer les mots «, sous réserve du paragraphe 4 du présent article,» après le mot «s'appliquera»; au paragraphe 4, les mots «Commission» et «conformément à l'article 25 de la présente Convention» sont respectivement remplacés par les mots «Cour» et «, comme le prévoit l'article 34 de la Convention».
    Dans le nouvel article 58, paragraphe 4, les mots «l'article 63» sont remplacés par les mots «l'article 56».
    4. Le Protocole additionnel à la Convention est amendé comme suit
     a      les articles sont présentés avec les intitulés énumérés à l'annexe du présent Protocole; et
     b      à l'article 4, dernière phrase, les mots «de l'article 63» sont remplacés par les mots «de l'article 56».
    5. Le Protocole n° 4 est amendé comme suit
     a      les articles sont présentés avec les intitulés énumérés à l'annexe du présent Protocole;
     b      à l'article 5, paragraphe 3, les mots «de l'article 63» sont remplacés par les mots «de l'article 56»; un nouveau paragraphe 5 s'ajoute et se lit comme suit
                  «Tout Etat qui a fait une déclaration conformément au paragraphe 1 ou 2 du présent article peut, à tout moment par la suite, déclarer relativement à un ou plusieurs des territoires visés dans cette déclaration qu'il accepte la compétence de la Cour pour connaître des requêtes de personnes physiques, d'organisations non gouvernementales ou de groupes de particuliers, comme le prévoit l'article 34 de la Convention, au titre des articles 1 à 4 du présent Protocole ou de certains d'entre eux.»; et
     c      le paragraphe 2 de l'article 6 est supprimé.
    6. Le Protocole n° 6 est amendé comme suit
     a      les articles sont présentés avec les intitulés énumérés à l'annexe du présent Protocole; et
     b      à l'article 4, les mots «en vertu de l'article 64» sont remplacés par les mots «en vertu de l'article 57».
    7. Le Protocole n° 7 est amendé comme suit
     a      les articles sont présentés avec les intitulés énumérés à l'annexe du présent Protocole;
     b      à l'article 6, paragraphe 4, les mots «de l'article 63» sont remplacés par les mots «de l'article 56»; un nouveau paragraphe 6 s'ajoute et se lit comme suit
                  «Tout Etat ayant fait une déclaration conformément au paragraphe 1 ou 2 du présent article peut, à tout moment par la suite, déclarer relativement à un ou plusieurs des territoires visés dans cette déclaration qu'il accepte la compétence de la Cour pour connaître des requêtes de personnes physiques, d'organisations non gouvernementales ou de groupes de particuliers, comme le prévoit l'article 34 de la Convention, au titre des articles 1 à 5 du présent Protocole.»; et
     c      le paragraphe 2 de l'article 7 est supprimé.
    8. Le Protocole n° 9 est abrogé.

Article 3

    1. Le présent Protocole est ouvert à la signature des Etats membres du Conseil de l'Europe signataires de la Convention, qui peuvent exprimer leur consentement à être liés par
     a      signature sans réserve de ratification, d'acceptation ou d'approbation; ou
     b      signature sous réserve de ratification, d'acceptation ou d'approbation, suivie de ratification, d'acceptation ou d'approbation.
    2. Les instruments de ratification, d'acceptation ou d'approbation seront déposés près le Secrétaire Général du Conseil de l'Europe.

Article 4

    Le présent Protocole entrera en vigueur le premier jour du mois qui suit l'expiration d'une période d'un an après la date à laquelle toutes les Parties à la Convention auront exprimé leur consentement à être liées par le Protocole conformément aux dispositions de l'article 3. L'élection des nouveaux juges pourra se faire, et toutes autres mesures nécessaires à l'établissement de la nouvelle Cour pourront être prises, conformément aux dispositions du présent Protocole, à partir de la date à laquelle toutes les Parties à la Convention auront exprimé leur consentement à être liées par le Protocole.

Article 5


    1. Sans préjudice des dispositions des paragraphes 3 et 4 ci-dessous, le mandat des juges, membres de la Commission, greffier et greffier adjoint expire à la date d'entrée en vigueur du présent Protocole.
    2. Les requêtes pendantes devant la Commission qui n'ont pas encore été déclarées recevables à la date d'entrée en vigueur du présent Protocole sont examinées par la Cour conformément aux dispositions du présent Protocole.
    3. Les requêtes déclarées recevables à la date d'entrée en vigueur du présent Protocole continuent d'être traitées par les membres de la Commission dans l'année qui suit. Toutes les affaires dont l'examen n'est pas terminé durant cette période sont transmises à la Cour qui les examine, en tant que requêtes recevables, conformément aux dispositions du présent Protocole.
    4. Pour les requêtes pour lesquelles la Commission, après l'entrée en vigueur du présent Protocole, a adopté un rapport conformément à l'ancien article 31 de la Convention, le rapport est transmis aux parties qui n'ont pas la faculté de le publier. Conformément aux dispositions applicables avant l'entrée en vigueur du présent Protocole, une affaire peut être déférée à la Cour. Le collège de la Grande Chambre détermine si l'une des Chambres ou la Grande Chambre doit se prononcer sur l'affaire. Si une Chambre se prononce sur l'affaire, sa décision est définitive. Les affaires non déférées à la Cour sont examinées par le Comité des Ministres agissant conformément aux dispositions de l'ancien article 32 de la Convention.
    5. Les affaires pendantes devant la Cour dont l'examen n'est pas encore achevé à la date d'entrée en vigueur du présent Protocole sont transmises à la Grande Chambre de la Cour, qui se prononce sur l'affaire conformément aux dispositions de ce Protocole.
    6. Les affaires pendantes devant le Comité des Ministres dont l'examen en vertu de l'ancien article 32 n'est pas encore achevé à la date d'entrée en vigueur du présent Protocole sont réglées par le Comité des Ministres agissant conformément à cet article.

Article 6


    Dès lors qu'une Haute Partie contractante a reconnu la compétence de la Commission ou la juridiction de la Cour par la déclaration prévue à l'ancien article 25 ou à l'ancien article 46 de la Convention, uniquement pour les affaires postérieures, ou fondées sur des faits postérieurs à ladite déclaration, cette restriction continuera à s'appliquer à la juridiction de la Cour aux termes du présent Protocole.

Article 7


    Le Secrétaire Général du Conseil de l'Europe notifiera aux Etats membres du Conseil:
     a      toute signature;
     b      le dépôt de tout instrument de ratification, d'acceptation ou d'approbation;
     c      la date d'entrée en vigueur du présent Protocole ou de certaines de ses dispositions conformément à l'article 4; et
     d      tout autre acte, notification ou communication ayant trait au présent Protocole.
    En foi de quoi, les soussignés, dûment autorisés à cet effet, ont signé le présent Protocole.

    Fait à Strasbourg, le 11 mai 1994, en français et en anglais, les deux textes faisant également foi, en un seul exemplaire qui sera déposé dans les archives du Conseil de l'Europe. Le Secrétaire Général du Conseil de l'Europe en communiquera copie certifiée conforme à chacun des Etats membres du Conseil de l'Europe.

Annexe


    Intitulés des articles à insérer dans le texte de la Convention de sauvegarde des Droits de l'Homme et des Libertés fondamentales et de ses protocoles

Article 1 – Obligation de respecter les droits de l'homme
Article 2 – Droit à la vie
Article 3 – Interdiction de la torture
Article 4 – Interdiction de l'esclavage et du travail forcé
Article 5 – Droit à la liberté et à la sûreté
Article 6 – Droit à un procès équitable
Article 7 – Pas de peine sans loi
Article 8 – Droit au respect de la vie privée et familiale
Article 9 – Liberté de pensée, de conscience et de religion
Article 10 – Liberté d'expression
Article 11 – Liberté de réunion et d'association
Article 12 – Droit au mariage
Article 13 – Droit à un recours effectif
Article 14 – Interdiction de discrimination
Article 15 – Dérogation en cas d'état d'urgence
Article 16 – Restrictions à l'activité politique des étrangers
Article 17 – Interdiction de l'abus de droit
Article 18 – Limitation de l'usage des restrictions aux droits
[…]
Article 52 – Enquêtes du Secrétaire Général
Article 53 – Sauvegarde des droits de l'homme reconnus
Article 54 – Pouvoirs du Comité des Ministres
Article 55 – Renonciation à d'autres modes de règlement des différends
Article 56 – Application territoriale
Article 57 – Réserves
Article 58 – Dénonciation
Article 59 – Signature et ratification

Protocole additionnel
Article 1 – Protection de la propriété
Article 2 – Droit à l'instruction
Article 3 – Droit à des élections libres
Article 4 – Application territoriale
Article 5 – Relations avec la Convention
Article 6 – Signature et ratification

Protocole n° 4
Article 1 – Interdiction de l'emprisonnement pour dette
Article 2 – Liberté de circulation
Article 3 – Interdiction de l'expulsion des nationaux
Article 4 – Interdiction des expulsions collectives d'étrangers
Article 5 – Application territoriale
Article 6 – Relations avec la Convention
Article 7 – Signature et ratification

Protocole n° 6
Article 1 – Abolition de la peine de mort
Article 2 – Peine de mort en temps de guerre
Article 3 – Interdiction de dérogations
Article 4 – Interdiction de réserves
Article 5 – Application territoriale
Article 6 – Relations avec la Convention
Article 7 – Signature et ratification
Article 8 – Entrée en vigueur
Article 9 – Fonctions du dépositaire

Protocole n° 7
Article 1 – Garanties procédurales en cas d'expulsion d'étrangers
Article 2 – Droit à un double degré de juridiction en matière pénale
Article 3 – Droit d'indemnisation en cas d'erreur judiciaire
Article 4 – Droit à ne pas être jugé ou puni deux fois
Article 5 – Egalité entre époux
Article 6 – Application territoriale
Article 7 – Relations avec la Convention
Article 8 – Signature et ratification
Article 9 – Entrée en vigueur
Article 10 – Fonctions du dépositaire



Fylgiskjal IV.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breyting
á lögum um mannréttindasáttmála Evrópu, nr. 62 19. maí 1994.

    Mannréttindasáttmáli Evrópu hefur lagagildi á Íslandi og í kjölfar breytinga og viðbóta við hann er flutt frumvarp til breytinga á núgildandi lögum um mannréttindasáttmálann. Breyting arnar á sáttmálanum fela m.a. í sér að í stað núverandi mannréttindanefndar og mannréttinda dómstóls Evrópu er settur á fót dómstóll sem starfi samfellt. Þær fela einnig í sér endurskipu lagningu eftirlitskerfis, einkum með tilliti til fjölgunar kæra og aðildar fleiri ríkja að Evrópu ráðinu, auk fleiri smærri atriða.
    Ekki verður séð að frumvarpið hafi í för með sér kostnaðarauka fyrir ríkissjóð.